Körfubolti

LeBron verður launahæstur í NBA-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty
Hinn sjálfkjörni konungur NBA-deildarinnar, LeBron James, er að verða launakonungur deildarinnar líka.

LeBron vann NBA-meistaratitilinn fyrir heimafólk sitt í Cleveland og nú þarf hann að fá borgað almennilega fyrir afrekið. Því eru forráðamenn Cleveland Cavaliers sammála.

LeBron er búinn að komast að samkomulagi um nýjan þriggja ára samning við félagið þar sem hann fær 100 milljónir dollara í laun. Það gera 11,8 milljarða íslenskra króna.

Hann mun fá 30,9 milljónir dollara í vetur og verður um leið í fyrsta skipti á ferlinum sá launahæsti í deildinni.

James var næstlaunahæstur í fyrra á eftir Kobe Bryant.

Hann á að fá 33,3 milljónir fyrir veturinn 2017-18 og árið eftir á hann að fá 35,6 milljónir dollara. Hann nær því að slá met Michael Jordan sem fékk 33,1 milljón dollara fyrir tímabilið 1998-99.

Aðeins Jordan, Kobe og LeBron hafa fengið yfir 30 milljónir dollara á einu tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×