Þormóður: Super Bowl júdómanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður í Ríó. vísir/anton Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sjá meira