Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 18:30 Eygló Ósk Gústafsdóttir í sundinu í dag. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45