Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2016 01:45 Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Ísland hafði aldrei átt sundkonu í úrslitum fyrir þessa á Ólympíuleika en nú hafa tvær komist í átta manna úrslit á Ólympíuleikum sem risastórt skref fyrir íslenska sundið. Það var gríðarlega hart barist um sætin átta í úrslitunum. Eygló Ósk synti á 2:08.84 mínútum og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet en gamla metið hennar var rúmlega eins árs. Það er frábært og um leið sjaldgæft að íslensk sundfólki nái að setja Íslandsmet á Ólympíuleikum. Gamla Íslandsmetið hennar var 2:09,04 mínútur. Þetta var ekki bara Íslandsmet heldur einnig Norðurlandamet. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir komust því báðar í úrslitasund á þessum Ólympíuleikum en Hrafnhildur varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á mánudaginn. Hrafnhildur fylgdi því eftir með því að ná 11. sæti í 200 metra bringusundinu. Eygló Ósk var með tólfta besta tímann í undanrásunum og náði því að hækka sig um fimm sæti sem er frábær árangur. Katinka Hosszú frá Ungverjalandi var með besta tímann en hún er á eftir sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í Ríó. Bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, ver ekki gullið sitt því hún komst ekki í úrslitasundið. Eygló Ósk syndir úrslitasundið klukkan 22.03 annað kvöld en klukkan verður þá orðin eitt að nóttu að íslenskum tíma.Tweets by @VisirSport Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar eftir frábært sund sitt.Vísir/Anton Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á sundi Eyglóar Óskar í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Ísland hafði aldrei átt sundkonu í úrslitum fyrir þessa á Ólympíuleika en nú hafa tvær komist í átta manna úrslit á Ólympíuleikum sem risastórt skref fyrir íslenska sundið. Það var gríðarlega hart barist um sætin átta í úrslitunum. Eygló Ósk synti á 2:08.84 mínútum og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet en gamla metið hennar var rúmlega eins árs. Það er frábært og um leið sjaldgæft að íslensk sundfólki nái að setja Íslandsmet á Ólympíuleikum. Gamla Íslandsmetið hennar var 2:09,04 mínútur. Þetta var ekki bara Íslandsmet heldur einnig Norðurlandamet. Eygló Ósk og Hrafnhildur Lúthersdóttir komust því báðar í úrslitasund á þessum Ólympíuleikum en Hrafnhildur varð í sjötta sæti í 100 metra bringusundi á mánudaginn. Hrafnhildur fylgdi því eftir með því að ná 11. sæti í 200 metra bringusundinu. Eygló Ósk var með tólfta besta tímann í undanrásunum og náði því að hækka sig um fimm sæti sem er frábær árangur. Katinka Hosszú frá Ungverjalandi var með besta tímann en hún er á eftir sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í Ríó. Bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, ver ekki gullið sitt því hún komst ekki í úrslitasundið. Eygló Ósk syndir úrslitasundið klukkan 22.03 annað kvöld en klukkan verður þá orðin eitt að nóttu að íslenskum tíma.Tweets by @VisirSport Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar eftir frábært sund sitt.Vísir/Anton
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira