Öflugasta mótorhjól landsins Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 09:09 Kawasaki H2 hjólið verður til sýnis í dag í Nitro. Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent