Hrafnhildur: Ég veit að mamma og pabbi elska mig ennþá Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 11. ágúst 2016 03:04 Hrafnhildur Lúthersdóttir var alveg búin á því eftir sundið. Hún gaf allt sitt. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir komst ekki í úrslit í 200 metra bringusundi kvenna en náði engu að síður næstbesta árangri íslenskrar konu á í sundkeppni Ólympíuleikanna með því að taka ellefta sætið. „Ég reyndi mitt besta og skildi allt eftir í lauginni. Það gekk bara ekki upp í þetta skiptið. Ég hefði viljað fara hraðar en meira að segja með minn besta tíma frá EM þá hefði ég verið í níunda og ekki komist áfram," sagði Hrafnhildur. Hún fékk litla hvíld á milli sunda og var þarna að synda fimmta sundið á fjórum dögum. „Þetta er svolítið mikið og það var skrýtið hvað bringusundið fékk litla hvíld á milli á meðan að baksundið fékk þrjá daga sinna. Það er ekkert hægt að kvarta yfir því eða koma með neinar afsakanir," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir. „Ég hefði þurft að bæta Íslandsmetið og það bara gekk ekki upp. Þær eru rosalega góðar og einhverjar þeirra voru sem dæmi ekki í hundrað metra sundinu. Þær voru því meira hvíldar fyrir þetta. Einhverjar eru líka á einhverjum lyfjum og það er líka eitthvað. Það er leiðinlegt að hugsa út í það að ein brautin hefði ekki átt að vera þarna. Það er bara ekkert hægt að gera í því," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikarnir eru á enda hjá henni en árangurinn var sögulegur. „Þetta var ótrúlega skemmtileg reynsla og ótrúlega gaman. Fyrir fjórum árum þá hefði mér aldrei dreymt þetta. Þá var ég bara ánægð að vera hérna. Að komast í úrslit, 6. sæti og komast í undanúslit, 11. sæti. Þetta er frábært," sagði Hrafnhildur. „Ég er rosalega sátt við þetta og ég er sátt heim. Ég veit að mamma og pabbi elska mig ennþá og þjálfarnir eru sáttir við þetta þannig að ég er bara rosalega ánægð," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur Lúthersdóttir endaði í 11. sæti í 200 metra bringusundi | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún komst ekki í úrslit í 200 metra bringusundinu í nótt. 11. ágúst 2016 02:15 Nesty: Hrafnhildur er yndisleg persóna Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í undanúrslit í báðum greinum sínum á Ólympíuleikunum í Ríó fyrst íslenskra kvenna. Hún synti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi í nótt. Hrafnhildur hefur fyrrverandi Ólympíumeistara með 11. ágúst 2016 06:00 Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi. 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur aftur í undanúrslit | Sjáðu sundið Vísir er með beina útsendingu frá sundkeppni Ólympíuleikanna þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir er í eldlínunni. 10. ágúst 2016 16:21 Hrafnhildur um Nesty: Í fyrra var ég að kenna honum hvað ég vil gera Hrafnhildur Lúthersdóttir vill frekar fá meiri upplýsingar en minni og er því mjög ánægð með að hafa aðgang að báðum þjálfurum sínum á leikunum í Ríó. Hér eru bæði Klaus-Jürgen Ohk sem þjálfar hana á Íslandi og Anthony Nesty sem þjálfar hana úti í Flórída. 11. ágúst 2016 06:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst ekki í úrslit í 200 metra bringusundi kvenna en náði engu að síður næstbesta árangri íslenskrar konu á í sundkeppni Ólympíuleikanna með því að taka ellefta sætið. „Ég reyndi mitt besta og skildi allt eftir í lauginni. Það gekk bara ekki upp í þetta skiptið. Ég hefði viljað fara hraðar en meira að segja með minn besta tíma frá EM þá hefði ég verið í níunda og ekki komist áfram," sagði Hrafnhildur. Hún fékk litla hvíld á milli sunda og var þarna að synda fimmta sundið á fjórum dögum. „Þetta er svolítið mikið og það var skrýtið hvað bringusundið fékk litla hvíld á milli á meðan að baksundið fékk þrjá daga sinna. Það er ekkert hægt að kvarta yfir því eða koma með neinar afsakanir," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir. „Ég hefði þurft að bæta Íslandsmetið og það bara gekk ekki upp. Þær eru rosalega góðar og einhverjar þeirra voru sem dæmi ekki í hundrað metra sundinu. Þær voru því meira hvíldar fyrir þetta. Einhverjar eru líka á einhverjum lyfjum og það er líka eitthvað. Það er leiðinlegt að hugsa út í það að ein brautin hefði ekki átt að vera þarna. Það er bara ekkert hægt að gera í því," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikarnir eru á enda hjá henni en árangurinn var sögulegur. „Þetta var ótrúlega skemmtileg reynsla og ótrúlega gaman. Fyrir fjórum árum þá hefði mér aldrei dreymt þetta. Þá var ég bara ánægð að vera hérna. Að komast í úrslit, 6. sæti og komast í undanúslit, 11. sæti. Þetta er frábært," sagði Hrafnhildur. „Ég er rosalega sátt við þetta og ég er sátt heim. Ég veit að mamma og pabbi elska mig ennþá og þjálfarnir eru sáttir við þetta þannig að ég er bara rosalega ánægð," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur Lúthersdóttir endaði í 11. sæti í 200 metra bringusundi | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún komst ekki í úrslit í 200 metra bringusundinu í nótt. 11. ágúst 2016 02:15 Nesty: Hrafnhildur er yndisleg persóna Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í undanúrslit í báðum greinum sínum á Ólympíuleikunum í Ríó fyrst íslenskra kvenna. Hún synti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi í nótt. Hrafnhildur hefur fyrrverandi Ólympíumeistara með 11. ágúst 2016 06:00 Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi. 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur aftur í undanúrslit | Sjáðu sundið Vísir er með beina útsendingu frá sundkeppni Ólympíuleikanna þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir er í eldlínunni. 10. ágúst 2016 16:21 Hrafnhildur um Nesty: Í fyrra var ég að kenna honum hvað ég vil gera Hrafnhildur Lúthersdóttir vill frekar fá meiri upplýsingar en minni og er því mjög ánægð með að hafa aðgang að báðum þjálfurum sínum á leikunum í Ríó. Hér eru bæði Klaus-Jürgen Ohk sem þjálfar hana á Íslandi og Anthony Nesty sem þjálfar hana úti í Flórída. 11. ágúst 2016 06:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir endaði í 11. sæti í 200 metra bringusundi | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún komst ekki í úrslit í 200 metra bringusundinu í nótt. 11. ágúst 2016 02:15
Nesty: Hrafnhildur er yndisleg persóna Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í undanúrslit í báðum greinum sínum á Ólympíuleikunum í Ríó fyrst íslenskra kvenna. Hún synti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi í nótt. Hrafnhildur hefur fyrrverandi Ólympíumeistara með 11. ágúst 2016 06:00
Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi. 10. ágúst 2016 18:05
Hrafnhildur aftur í undanúrslit | Sjáðu sundið Vísir er með beina útsendingu frá sundkeppni Ólympíuleikanna þar sem Hrafnhildur Lúthersdóttir er í eldlínunni. 10. ágúst 2016 16:21
Hrafnhildur um Nesty: Í fyrra var ég að kenna honum hvað ég vil gera Hrafnhildur Lúthersdóttir vill frekar fá meiri upplýsingar en minni og er því mjög ánægð með að hafa aðgang að báðum þjálfurum sínum á leikunum í Ríó. Hér eru bæði Klaus-Jürgen Ohk sem þjálfar hana á Íslandi og Anthony Nesty sem þjálfar hana úti í Flórída. 11. ágúst 2016 06:30