Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 17:01 Páll Magnússon hefur stýrt Sprengisandi undanfarnar vikur en hverfur nú af braut. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og stjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann stefnir á 1. sæti listans. Mbl.is greindi fyrst frá. Frestur til framboðs rennur út í kvöld. „Ákvörðunin var eiginlega bara tekin endanlega í morgun. Það varð að taka hana í dag enda rennur Varð að takst í dag því fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út í kvöld.“ Páll segist bjóða sig fram til að leiða listann en ætli Sjálfstæðismenn honum eitthvað annað hlutverk á listanum sé hann fús til þess.Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Óskar P. FriðrikssonElliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki fram í framboð en orðrómur hafði verið uppi þess efni. En ætli það hafi haft áhrif á ákvörðun Páls að fara fram? „Jú, það hefur örugglega haft sín áhrif. Ég geri ráð fyrir því. Hvatning frá Eyjum til að fara í þetta þyngdist til muna þegar Elliði bauð sig ekki fram. Þannig að óbeint hefur það að minnsta kosti haft þau áhrif,“ segir Páll sem er ættaður frá Eyjum og mikill Eyjamaður. Páll tilkynnti yfirmanni sínum á útvarpssviði 365 um ákvörðun sína í dag og hættir í kjölfarið. Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að þátturinn verði á sínum stað á sunnudagsmorgun. Málið hafi komið upp í dag og góður arftaki verði fundinn. „Mér fannst þetta frábærlega skemmtilegt og mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta,“ segir Páll um vikurnar á Sprengisandi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar sér sömuleiðis fyrsta sætið.visir/anton brink„Þótt ég hafi byrjað fjölmiðlaferil minn í blöðum og útvarpi hef ég ekki verið með þátt af svona tagi áður, mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Sprengisandur er einhver besti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.“ Þátturinn sé bæði langur og svo sé útvarp að mörgu leyti einlægari miðill en sjónvarp. Ótruflað af ytri umbúnaði, ljósamálum, upptökuvélum og tilstandi í stúdíói. „Ég er viss um að það verður skrýtið að fara yfir á hina hliðina á þessu,“ segir Páll sem hefur haft atvinnu af því að fylgjast með og fjalla um stjórnmála í langan tíma en ætlar nú að taka þátt í þeim. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra greindi frá því fyrr í dag að hún sæktist eftir 1. sætinu í prófkjörinu í sama kjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14