Ollu eftirstríðsárabörnin því að stýrivextir féllu? lars christensen skrifar 10. ágúst 2016 09:15 Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar