Rosberg: Það er gott að vera kominn aftur á sigurbrautina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. ágúst 2016 21:15 Þrír fremstu menn þegar upp var staðið í belgíska kappakstrinum í ár. Vísir/Getty Nico Rosberg kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag. Hann minnkaði þar með bilið í liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna niður í níu stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta small allt saman, það er gott að vera kominn aftur á sigurbrautina. Keppnin hér er alltaf skemmtileg og það var gott að koma fyrstur í mark,“ sagði Rosberg eftir keppnina. „Þetta var skemmtileg keppni, helgin hefur einkennst af appelsínugulum stuðningsmönnum Max [Verstappen] sem er bara skemmtilegt. Þeir kunna að haga sér og hafa sýnt að þeir elska þessa íþrótt. Við vissum að við ættum að geta haldið Lewis [Hamilton] fyrir aftan okkur og það gekk upp í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull bílnum. „Ég vissi ekki alveg við hverju var að búast. Hléið var langt og maður vissi ekki alveg hvar hausinn var fyrir keppni. Það kom í ljós að ég var mættur til leiks. Við vorum að giska á að við yrðum í áttunda sæti svo ég er afar sáttur og er með þrjár vélar til að nota í næstu keppnum,“ sagði Lewis Hamilton sem varð þriðji á Mercedes eftir ótrúlega atburðarás. Hann ræsti af stað í 21. sæti en tókst að lágmarka skaðan býsna vel í dag. „Þetta leit allt vel út þangað til rauða flaggið kom en ég er samt sáttur við keppnina. Auðvitað hefði hjálpað ef keppnin hefði ekki verið stöðvuð, því þá hefði ég haft sterkari stöðu á brautinni,“ sagði Nico Hulkenberg sem var fjórði á Force India.Carlos Sainz lenti í að sprengja dekk sem svo reif afturvængin af bíl hans.Vísir/Getty„Þetta var mega-dagur fyrir okkur. Það er enn hellingur eftir af tímabilinu og nú verðum við að halda áfram að berjast við Williams liðið,“ sagði Sergio Perez á Force India sem varð fimmti. Force India tók fram úr Williams liðinu í keppni bílasmiða í dag. Force India er nú í fjórða sæti með 103 stig á eftir Ferrari. Williams liðið er í fimmta sæti með 101 stig. „Þeir þrengdu að mér í fyrstu beygju og skemmdu framvænginn minn og botnin á bílnum, það skóp frekari vandræði seinna með miklu dekkjasliti og minna niðurtogi,“ sagði Max Verstappen sem varð 11. í dag á Red Bull bílnum eftir brösótta byrjun og mikla baráttu, stundum aðeins of mikla. Verstappen vildi eflaust gera betur fyrir framan aðdáendur sem margir hverjir voru komnir á brautina í von um að sjá hann berjast um fyrsta sætið. Verstappen ræsti annar af stað en féll niður um mörg sæti eftir samstuð við Ferrari ökumenn í fyrstu beygju. „Eftir á að hyggja hefði verið auðvelt að komast hjá þessu, ég hefði gefið meira pláss. En þrír bílar samsíða í gegnum svona þrönga beygju virkar ekki. Ég sá þá ekki. Við erum kannski heppnir að ná að halda áfram en við hefðum átt að vera báðir á verðlaunapallinum.,“ sagði Sebastian Vettel sem varð sjötti í dag á Ferrari bílnum. Formúla Tengdar fréttir Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30 Rosaleg atburðarás á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr belgíska kappakstrinum. 28. ágúst 2016 19:00 Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. ágúst 2016 15:00 Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. 28. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag. Hann minnkaði þar með bilið í liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton á toppi heimsmeistarakeppni ökumanna niður í níu stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þetta small allt saman, það er gott að vera kominn aftur á sigurbrautina. Keppnin hér er alltaf skemmtileg og það var gott að koma fyrstur í mark,“ sagði Rosberg eftir keppnina. „Þetta var skemmtileg keppni, helgin hefur einkennst af appelsínugulum stuðningsmönnum Max [Verstappen] sem er bara skemmtilegt. Þeir kunna að haga sér og hafa sýnt að þeir elska þessa íþrótt. Við vissum að við ættum að geta haldið Lewis [Hamilton] fyrir aftan okkur og það gekk upp í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð annar á Red Bull bílnum. „Ég vissi ekki alveg við hverju var að búast. Hléið var langt og maður vissi ekki alveg hvar hausinn var fyrir keppni. Það kom í ljós að ég var mættur til leiks. Við vorum að giska á að við yrðum í áttunda sæti svo ég er afar sáttur og er með þrjár vélar til að nota í næstu keppnum,“ sagði Lewis Hamilton sem varð þriðji á Mercedes eftir ótrúlega atburðarás. Hann ræsti af stað í 21. sæti en tókst að lágmarka skaðan býsna vel í dag. „Þetta leit allt vel út þangað til rauða flaggið kom en ég er samt sáttur við keppnina. Auðvitað hefði hjálpað ef keppnin hefði ekki verið stöðvuð, því þá hefði ég haft sterkari stöðu á brautinni,“ sagði Nico Hulkenberg sem var fjórði á Force India.Carlos Sainz lenti í að sprengja dekk sem svo reif afturvængin af bíl hans.Vísir/Getty„Þetta var mega-dagur fyrir okkur. Það er enn hellingur eftir af tímabilinu og nú verðum við að halda áfram að berjast við Williams liðið,“ sagði Sergio Perez á Force India sem varð fimmti. Force India tók fram úr Williams liðinu í keppni bílasmiða í dag. Force India er nú í fjórða sæti með 103 stig á eftir Ferrari. Williams liðið er í fimmta sæti með 101 stig. „Þeir þrengdu að mér í fyrstu beygju og skemmdu framvænginn minn og botnin á bílnum, það skóp frekari vandræði seinna með miklu dekkjasliti og minna niðurtogi,“ sagði Max Verstappen sem varð 11. í dag á Red Bull bílnum eftir brösótta byrjun og mikla baráttu, stundum aðeins of mikla. Verstappen vildi eflaust gera betur fyrir framan aðdáendur sem margir hverjir voru komnir á brautina í von um að sjá hann berjast um fyrsta sætið. Verstappen ræsti annar af stað en féll niður um mörg sæti eftir samstuð við Ferrari ökumenn í fyrstu beygju. „Eftir á að hyggja hefði verið auðvelt að komast hjá þessu, ég hefði gefið meira pláss. En þrír bílar samsíða í gegnum svona þrönga beygju virkar ekki. Ég sá þá ekki. Við erum kannski heppnir að ná að halda áfram en við hefðum átt að vera báðir á verðlaunapallinum.,“ sagði Sebastian Vettel sem varð sjötti í dag á Ferrari bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30 Rosaleg atburðarás á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr belgíska kappakstrinum. 28. ágúst 2016 19:00 Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. ágúst 2016 15:00 Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. 28. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk. 28. ágúst 2016 13:30
Rosaleg atburðarás á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr belgíska kappakstrinum. 28. ágúst 2016 19:00
Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 27. ágúst 2016 15:00
Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri. 28. ágúst 2016 13:48