Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta úr belgíska kappakstrinum.
Keppnin hófst með miklum látum með árekstri Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel sem síðan leiddi til áreksturs Raikkonen við Max Verstappen.
Verstappen gerði nánast allt til að þvælast fyrir Ferrari mönnum í dag. Á meðan vann Lewis Hamilton sig upp í þriðja sæti úr því 21. Nico Rosberg átti rólegan dag í fyrsta sæti.
Rosaleg atburðarás á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Tengdar fréttir

Sjáðu svakalegan árekstur Kevin Magnussen | Myndband
Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk.

Vettel: Við getum unnið þessa keppni á morgun
Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á árinu í dag. Belgíski kappaksturinn fer fram á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Rosberg vann í Belgíu | Hamilton þriðji
Nico Rosberg á Mercedes sigldi auðan sjó fremstur í belgíska kappakstrinum. Daniel Ricciardo á RedBull varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji með ótrúlegum akstri.

Nico Rosberg á ráspól í Belgíu
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir belgíska kappaksturinn. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji.