Rosberg náði með fyrsta sætinu í dag að minnka forskot Hamilton í stigakeppni ökumanna niður í níu stig. Rosberg gerði sér væntanlega vonir um að minnka það enn frekar þar sem Hamilton ræsti 21.
Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen á Ferrari lentu í samstuði í fyrstu beygju og Raikkonen þrýstist þá á Max Verstappen á Red Bull sem var innstur þeirra þriggja á leið inn í fyrstu beygju.
Kevin Magnussen skall harkalega á varnarvegg á leið út úr Eau Rouge beygjunni. Öryggisbíllinn bar kallaður út á 7. hring. Renault bíllinn var gjörónýtur. Magnussen steig sjálfur upp úr bílnum og haltraði við en virtist annars nokkuð heill.
Sjá einni: Myndband af árekstri Kevin Mangussen.
Hamilton var orðinn fimmti þegar öryggisbíllinn kom út og ökumenn tóku þjónustuhlé. Fernando Alonso var orðinn fjórði á McLaren bílnum.
Keppnin var svo stöðvuð á tíunda hring til að koma öryggisveggnum sem Magnussen lenti á, í samt horf.

Raikkonen og Verstappen héldu áfram að berjast eftir að keppnin var endurræst. Verstappen var ansi grófur við að loka á Raikkonen.
Hamilton kom sér í þriðja sæti með því að taka fram úr Nico Hulkenberg á 18. hring af 44. Hamilton var greinilega ákveðinn að takmarka skaðan af því að ræsa í 21. sæti.
Hamilton komst svo í sóknarfæri við Ricciardo á 30. hring. Ricciardo lét annað sætið ekki auðveldlega af hendi. Hamilton þurfti að hafa fyrir hlutunum.
Hamilton tók svo þjónustuhlé á 33. hring og tapaði einu sæti við það. Hulkenberg komst fram úr honum. Hamilton komst fram úr á 34. hring. Eftir það breyttist staða efstu manna ekkert.