Þótti gott að þekkja konu sem gat gert við lykkjuföll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 14:15 Maríanna hlakkar til að fræða fólk um sýninguna Hjáverk kvenna í Kornhúsinu í Árbæjarsafni á morgun. Vísir/Hanna Í Kornhúsinu í Árbæjarsafni er ljósi brugðið á hugmyndaauðgi og atvinnusköpun kvenna á síðustu öld á sýningunni Hjáverk kvenna. Maríanna Traustadóttir, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi ASÍ, verður þar með leiðsögn klukkan 14 á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, sem er liður í afmælishátíð Alþýðusambandsins í safninu milli klukkan 13 og 16. „Það sem er svo áhugavert er hvað sýningin ber glögglega vitni um sjálfsbjargarviðleitni kvenna sem voru bundnar inni á heimilunum, oft með mörg börn. Hvað þær voru vel vinnandi og gerðu margt til að drýgja það fé sem þær höfðu milli handanna. Fyrir utan að sauma sjálfar og prjóna fatnað á alla fjölskylduna, þá tóku þær kannski kostgangara, prjónuðu sjóvettlinga, gerðu við nælonsokka eða þvoðu þvotta og saumuðu fyrir aðra,“ segir Maríanna. Hún rifjar upp þegar hún sjálf hafði keypt fyrstu sokkabuxurnar sem henni fannst hræðilega dýrar og varð því eyðilögð þegar lykkjufall kom á þær. „Þá var gott að þekkja konu sem kunni að gera við lykkjuföll.“ Maríanna segir útsaumuð teppi á sýningunni í Kornhúsinu gott dæmi um hagsýni og hagleik kvenna. „Þetta eru þykk og mikil teppi, svokölluð Bretateppi, sem skilin voru eftir í bröggunum. Konurnar notuðu þau sem tjöld milli herbergja, eða borðstofu og stofu, skreyttu þau með útsaumi og gerðu það svo vel að þau eru jafnfalleg báðum megin.“ Maríanna segir verkaskiptingu á heimilum hafa orðið áberandi í kringum aldamótin 1900. „Meðan bændamenningin var ríkjandi bjó fólkið þéttara saman og heimilið og nánasta umhverfi þess var vinnustaður þess en þegar þéttbýlismyndun jókst unnu karlarnir utan heimilis en konurnar innan þess. Þær voru háðar eiginmönnum sínum efnahagslega og urðu oft að afla sér tekna sjálfar með einhverjum hætti, ekki síst ef karlinn var drykkfelldur. Þarna var visst dulið hagkerfi í gangi.“ Það var ekki fyrr en um og eftir 1970 sem konur fóru almennt að vinna úti, að sögn Maríönnu. Þá urðu miklar breytingar í samfélaginu og mörg störf færðust smátt og smátt út af heimilunum. „Nú eru engir kostgangarar lengur,“ bendir hún á, „og ef lykkjufall kemur á sokkabuxurnar þá hendum við þeim.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst 2016. Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Í Kornhúsinu í Árbæjarsafni er ljósi brugðið á hugmyndaauðgi og atvinnusköpun kvenna á síðustu öld á sýningunni Hjáverk kvenna. Maríanna Traustadóttir, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi ASÍ, verður þar með leiðsögn klukkan 14 á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, sem er liður í afmælishátíð Alþýðusambandsins í safninu milli klukkan 13 og 16. „Það sem er svo áhugavert er hvað sýningin ber glögglega vitni um sjálfsbjargarviðleitni kvenna sem voru bundnar inni á heimilunum, oft með mörg börn. Hvað þær voru vel vinnandi og gerðu margt til að drýgja það fé sem þær höfðu milli handanna. Fyrir utan að sauma sjálfar og prjóna fatnað á alla fjölskylduna, þá tóku þær kannski kostgangara, prjónuðu sjóvettlinga, gerðu við nælonsokka eða þvoðu þvotta og saumuðu fyrir aðra,“ segir Maríanna. Hún rifjar upp þegar hún sjálf hafði keypt fyrstu sokkabuxurnar sem henni fannst hræðilega dýrar og varð því eyðilögð þegar lykkjufall kom á þær. „Þá var gott að þekkja konu sem kunni að gera við lykkjuföll.“ Maríanna segir útsaumuð teppi á sýningunni í Kornhúsinu gott dæmi um hagsýni og hagleik kvenna. „Þetta eru þykk og mikil teppi, svokölluð Bretateppi, sem skilin voru eftir í bröggunum. Konurnar notuðu þau sem tjöld milli herbergja, eða borðstofu og stofu, skreyttu þau með útsaumi og gerðu það svo vel að þau eru jafnfalleg báðum megin.“ Maríanna segir verkaskiptingu á heimilum hafa orðið áberandi í kringum aldamótin 1900. „Meðan bændamenningin var ríkjandi bjó fólkið þéttara saman og heimilið og nánasta umhverfi þess var vinnustaður þess en þegar þéttbýlismyndun jókst unnu karlarnir utan heimilis en konurnar innan þess. Þær voru háðar eiginmönnum sínum efnahagslega og urðu oft að afla sér tekna sjálfar með einhverjum hætti, ekki síst ef karlinn var drykkfelldur. Þarna var visst dulið hagkerfi í gangi.“ Það var ekki fyrr en um og eftir 1970 sem konur fóru almennt að vinna úti, að sögn Maríönnu. Þá urðu miklar breytingar í samfélaginu og mörg störf færðust smátt og smátt út af heimilunum. „Nú eru engir kostgangarar lengur,“ bendir hún á, „og ef lykkjufall kemur á sokkabuxurnar þá hendum við þeim.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst 2016.
Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira