Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. nóvember 2025 16:24 Ruth Codd kom sér á kortið með fyndnum TikTok-myndböndum áður en hún fékk tækifærið í sjónvarpi. Getty Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af. Hin 29 ára Ruth Codd er frá Wexford á Írlandi og starfaði sem hárgreiðslukona þegar hún missti vinnuna í Covid-faraldrinum og ákvað að byrja á TikTok. Ruth Codd missti hægri fótleginn fyrir sex árum. Á innan við ári var hún komin með rúmlega 600 þúsund fylgjendur og tugi milljóna læka á myndbönd sín. Aðstandendur Netflix-mysteríunnar The Midnight Club (2022) uppgötvuðu Codd á TikTok og réðu hana í þættina. Eftir það fékk Codd hlutverk í hryllingsseríunni The Fall of the House of Usher (2023) og í nokkrum öðrum þáttaröðum. Codd fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í leiknu endurgerðinni How to Train Your Dragon sem kom út í ár. Velgengni Codd varð til þess að hún keppti í raunveruleikaþáttunm Celeb Cooking School í fyrra og í hinum geysivinsælu The Celebrity Traitors í ár. Önnur aflimunin Codd greindi frá því í TikTok-myndbandi á miðvikudag að hún væri að jafna sig eftir aðra aflimun á fótlegg. „Ég er með góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru að við erum komin heilan hring, ég er aftur farin að gera TikTok-efni heima hjá foreldrum mínum. Slæmu fréttirnar eru að ég get ekki lengur gert það fyrir framan fallega bláa blómaveggfóðrið því það herbergi er á efri hæðinni,“ sagði hún í myndbandinu. Ástæðan væri önnur aflimun á fótleggi fyrir neðan hné og sagðist hún því vera komin með nýjan hjólastól sem hún kallaði „Fat Tony“ og lýsti sem kagga. @ruthcoddsnotdead No legs who dis? #paralympics2026 ♬ original sound - ruthcoddsnotdead Fyrri aflimunin var framkvæmd fyrir sex árum síðan og var afleiðing áverka sem Codd hafði hlotið í fótboltaleik sem táningur átta árum fyrr. Hún hafði fyrir þá aflimun farið í fjölda aðgerða og glímt við króníska verki. Codd útskýrði ekki nákvæmlega hvers vegna hún þurfti að undirgangast seinni aflimunina en í nýlegu viðtali í Youtube-þáttunum FFTV with Grace Neutral sagði Codd að allar tær hennar hefðu verið fjarlægjar 2021. Codd hafði staðið svo mikið á tám þegar hún notaði hækjur að liðir tánna voru ónýtir. Læknar tjáðu henni að fótur hennar „yrði aldrei betri“ og að hann myndi gera henni erfiðara fyrir í leik og starfi. Því hefði ákvörðunin verið tekin. Sagðist Codd þurfa að bíða í allavega mánuð áður en hún gæti byrjað að nota gerivfót. Írland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hin 29 ára Ruth Codd er frá Wexford á Írlandi og starfaði sem hárgreiðslukona þegar hún missti vinnuna í Covid-faraldrinum og ákvað að byrja á TikTok. Ruth Codd missti hægri fótleginn fyrir sex árum. Á innan við ári var hún komin með rúmlega 600 þúsund fylgjendur og tugi milljóna læka á myndbönd sín. Aðstandendur Netflix-mysteríunnar The Midnight Club (2022) uppgötvuðu Codd á TikTok og réðu hana í þættina. Eftir það fékk Codd hlutverk í hryllingsseríunni The Fall of the House of Usher (2023) og í nokkrum öðrum þáttaröðum. Codd fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í leiknu endurgerðinni How to Train Your Dragon sem kom út í ár. Velgengni Codd varð til þess að hún keppti í raunveruleikaþáttunm Celeb Cooking School í fyrra og í hinum geysivinsælu The Celebrity Traitors í ár. Önnur aflimunin Codd greindi frá því í TikTok-myndbandi á miðvikudag að hún væri að jafna sig eftir aðra aflimun á fótlegg. „Ég er með góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru að við erum komin heilan hring, ég er aftur farin að gera TikTok-efni heima hjá foreldrum mínum. Slæmu fréttirnar eru að ég get ekki lengur gert það fyrir framan fallega bláa blómaveggfóðrið því það herbergi er á efri hæðinni,“ sagði hún í myndbandinu. Ástæðan væri önnur aflimun á fótleggi fyrir neðan hné og sagðist hún því vera komin með nýjan hjólastól sem hún kallaði „Fat Tony“ og lýsti sem kagga. @ruthcoddsnotdead No legs who dis? #paralympics2026 ♬ original sound - ruthcoddsnotdead Fyrri aflimunin var framkvæmd fyrir sex árum síðan og var afleiðing áverka sem Codd hafði hlotið í fótboltaleik sem táningur átta árum fyrr. Hún hafði fyrir þá aflimun farið í fjölda aðgerða og glímt við króníska verki. Codd útskýrði ekki nákvæmlega hvers vegna hún þurfti að undirgangast seinni aflimunina en í nýlegu viðtali í Youtube-þáttunum FFTV with Grace Neutral sagði Codd að allar tær hennar hefðu verið fjarlægjar 2021. Codd hafði staðið svo mikið á tám þegar hún notaði hækjur að liðir tánna voru ónýtir. Læknar tjáðu henni að fótur hennar „yrði aldrei betri“ og að hann myndi gera henni erfiðara fyrir í leik og starfi. Því hefði ákvörðunin verið tekin. Sagðist Codd þurfa að bíða í allavega mánuð áður en hún gæti byrjað að nota gerivfót.
Írland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“