Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. nóvember 2025 16:24 Ruth Codd kom sér á kortið með fyndnum TikTok-myndböndum áður en hún fékk tækifærið í sjónvarpi. Getty Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af. Hin 29 ára Ruth Codd er frá Wexford á Írlandi og starfaði sem hárgreiðslukona þegar hún missti vinnuna í Covid-faraldrinum og ákvað að byrja á TikTok. Ruth Codd missti hægri fótleginn fyrir sex árum. Á innan við ári var hún komin með rúmlega 600 þúsund fylgjendur og tugi milljóna læka á myndbönd sín. Aðstandendur Netflix-mysteríunnar The Midnight Club (2022) uppgötvuðu Codd á TikTok og réðu hana í þættina. Eftir það fékk Codd hlutverk í hryllingsseríunni The Fall of the House of Usher (2023) og í nokkrum öðrum þáttaröðum. Codd fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í leiknu endurgerðinni How to Train Your Dragon sem kom út í ár. Velgengni Codd varð til þess að hún keppti í raunveruleikaþáttunm Celeb Cooking School í fyrra og í hinum geysivinsælu The Celebrity Traitors í ár. Önnur aflimunin Codd greindi frá því í TikTok-myndbandi á miðvikudag að hún væri að jafna sig eftir aðra aflimun á fótlegg. „Ég er með góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru að við erum komin heilan hring, ég er aftur farin að gera TikTok-efni heima hjá foreldrum mínum. Slæmu fréttirnar eru að ég get ekki lengur gert það fyrir framan fallega bláa blómaveggfóðrið því það herbergi er á efri hæðinni,“ sagði hún í myndbandinu. Ástæðan væri önnur aflimun á fótleggi fyrir neðan hné og sagðist hún því vera komin með nýjan hjólastól sem hún kallaði „Fat Tony“ og lýsti sem kagga. @ruthcoddsnotdead No legs who dis? #paralympics2026 ♬ original sound - ruthcoddsnotdead Fyrri aflimunin var framkvæmd fyrir sex árum síðan og var afleiðing áverka sem Codd hafði hlotið í fótboltaleik sem táningur átta árum fyrr. Hún hafði fyrir þá aflimun farið í fjölda aðgerða og glímt við króníska verki. Codd útskýrði ekki nákvæmlega hvers vegna hún þurfti að undirgangast seinni aflimunina en í nýlegu viðtali í Youtube-þáttunum FFTV with Grace Neutral sagði Codd að allar tær hennar hefðu verið fjarlægjar 2021. Codd hafði staðið svo mikið á tám þegar hún notaði hækjur að liðir tánna voru ónýtir. Læknar tjáðu henni að fótur hennar „yrði aldrei betri“ og að hann myndi gera henni erfiðara fyrir í leik og starfi. Því hefði ákvörðunin verið tekin. Sagðist Codd þurfa að bíða í allavega mánuð áður en hún gæti byrjað að nota gerivfót. Írland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Hin 29 ára Ruth Codd er frá Wexford á Írlandi og starfaði sem hárgreiðslukona þegar hún missti vinnuna í Covid-faraldrinum og ákvað að byrja á TikTok. Ruth Codd missti hægri fótleginn fyrir sex árum. Á innan við ári var hún komin með rúmlega 600 þúsund fylgjendur og tugi milljóna læka á myndbönd sín. Aðstandendur Netflix-mysteríunnar The Midnight Club (2022) uppgötvuðu Codd á TikTok og réðu hana í þættina. Eftir það fékk Codd hlutverk í hryllingsseríunni The Fall of the House of Usher (2023) og í nokkrum öðrum þáttaröðum. Codd fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk í leiknu endurgerðinni How to Train Your Dragon sem kom út í ár. Velgengni Codd varð til þess að hún keppti í raunveruleikaþáttunm Celeb Cooking School í fyrra og í hinum geysivinsælu The Celebrity Traitors í ár. Önnur aflimunin Codd greindi frá því í TikTok-myndbandi á miðvikudag að hún væri að jafna sig eftir aðra aflimun á fótlegg. „Ég er með góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru að við erum komin heilan hring, ég er aftur farin að gera TikTok-efni heima hjá foreldrum mínum. Slæmu fréttirnar eru að ég get ekki lengur gert það fyrir framan fallega bláa blómaveggfóðrið því það herbergi er á efri hæðinni,“ sagði hún í myndbandinu. Ástæðan væri önnur aflimun á fótleggi fyrir neðan hné og sagðist hún því vera komin með nýjan hjólastól sem hún kallaði „Fat Tony“ og lýsti sem kagga. @ruthcoddsnotdead No legs who dis? #paralympics2026 ♬ original sound - ruthcoddsnotdead Fyrri aflimunin var framkvæmd fyrir sex árum síðan og var afleiðing áverka sem Codd hafði hlotið í fótboltaleik sem táningur átta árum fyrr. Hún hafði fyrir þá aflimun farið í fjölda aðgerða og glímt við króníska verki. Codd útskýrði ekki nákvæmlega hvers vegna hún þurfti að undirgangast seinni aflimunina en í nýlegu viðtali í Youtube-þáttunum FFTV with Grace Neutral sagði Codd að allar tær hennar hefðu verið fjarlægjar 2021. Codd hafði staðið svo mikið á tám þegar hún notaði hækjur að liðir tánna voru ónýtir. Læknar tjáðu henni að fótur hennar „yrði aldrei betri“ og að hann myndi gera henni erfiðara fyrir í leik og starfi. Því hefði ákvörðunin verið tekin. Sagðist Codd þurfa að bíða í allavega mánuð áður en hún gæti byrjað að nota gerivfót.
Írland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira