Vínarbrauð og maraþon Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun