Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil snærós sindradóttir skrifar 26. ágúst 2016 07:00 „Báðir mínir foreldrar eru kennarar, bjuggu í Svíþjóð og voru svona þessir týpísku jafnaðarmenn. Ég var kannski með hugmyndir um að allir sem ættu peninga væru einhvern veginn síðra fólk. Að það væri ekkert sérstaklega mikilvægt og peningar væru alltaf eitthvað vont sem þyrfti að setja hömlur á. En svo fór ég í laganám og þá fer maður að hugsa öðruvísi, hugmyndir manns um réttlæti breytast. Hvort réttlæti sé eitthvað sem er í tísku hverju sinni eða hvort það sé þetta kerfislega réttlæti sem er hlutlægt og allir geta gengið að vísu? Ég var fasineruð af þessum hugmyndum og átti alltaf erfiðara með að rökstyðja ýmislegt sem ég hafði haldið fram í gegnum árin,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hildur er ein af þeim fyrstu til að ganga í flokkinn eftir hrun. „Umræðan var svo ýkt og í þá átt að allir einstaklingar væru ómögulegir og ekki treystandi. Að öll einkafyrirtæki væru ómöguleg og að í raun væri allt sem ekki væri ríkisvætt ómögulegt. Ég fann að þá kom augnablikið þar sem ég varð pínu stressuð með það hvert við ætluðum að fara með þetta samfélag. Ég man bara tilfinninguna þegar ég hugsaði að við værum ekki að fara að ríkisvæða okkur út úr einhverjum vanda.“Hildur SverrisdóttirFordómar vinstra megin „Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk að troða ofan í kokið á fólki hvað því á að finnast. Það er mitt hlutverk að segja það sem mér finnst og ég reyni að gera það eins vel og ég get. Ég held að það sé kostur fyrir mig sem pólitíkus að hafa alist upp í öðru umhverfi og þekkja svona marga sem aðhyllast aðrar skoðanir því fyrir mér eru þær kannski ekki jafn framandi. Mér finnst oft meiri fordómar frá vinstri yfir til hægri en öfugt og hef verið hugsi yfir því hvernig hópur fólks lengst til vinstri, sem er mjög upptekið af því að vera fordómalaust gagnvart samkynhneigð eða trúarbrögðum, sem er gott og blessað, er mjög snöggt að vera með fordóma gagnvart einhverjum sem á pening.“ Hildur kynntist fordómum þegar hún ákvað að gefa fantasíur íslenskra kvenna út á bók og hlaut gagnrýni fyrir. „Það voru þarna augnablik þar sem mér fannst augljóst að ég væri hægri kona að stíga inn á vettvang sem ekki var mikil stemning fyrir að ég stigi inn á. Ég myndi veðja peningunum mínum á að ef ég hefði verið einhver önnur kona og sagt nákvæmlega orðrétt það sem ég sagði, en hefði verið í öðrum kreðsum, þá hefði ég ekki fengið svona mikla gagnrýni.“Fantasíur kvennaGagnrýnin snerist meðal annars um þann möguleika að karlar fengju birtar sögur í bókinni. „Ég var þarna í pínu klípu, ég get alveg viðurkennt það. Ég eyddi mörgum vikum í að hugsa hvernig ég myndi gera þetta sem best þannig að sögurnar væru sem sannastar. Ég var búin að vinna heilmikla rannsóknarvinnu og studdist við alþjóðlegar rannsóknir og viðmið. Ég hafði tékklista, sem ég talaði aldrei um opinberlega, og svo treysti ég mér til að vinsa úr það sem ég taldi trúanlegt og hvað ekki.“ Úr varð að Hildi bárust á þriðja hundrað sögur. „Ég var mikið gagnrýnd fyrir að þetta yrðu bara sögur frá dónakörlum og konum yrði þá brigslað um að hugsa svona. En mér fannst þessi gagnrýni svo frábær því í henni kristallaðist það sem ég var að reyna að vinna gegn. Hvað var þessi gagnrýni að segja? Að konur hugsi ekki neitt svona. Konur hugsa alls konar og eitt skrefið í átt að jafnrétti er að viðurkenna það. Konur eru ekki alltaf með rauða rós á koddanum, búnar að varalita sig, að bíða eftir prinsi á hvítum hesti.“ Síðar hélt Femínistafélag Íslands fund um bókina og bókina 50 Shades of Grey. „Þarna voru ýmsir kallaðir til í pallborðið en ekki ég. Til að gera langa sögu stutta þá horfði ég á PowerPoint-kynningu um bókina mína með alls konar fræðilegum athugasemdum, um útlitsdýrkun og svo framvegis. Því var velt upp hvort það gæti staðist að konur fantaseruðu um hitt og þetta. Þegar ég fékk orðið gat ég loks svarað einhverjum af þeim spurningum sem komu upp. Konurnar á fundinum mega eiga það að þær komu til mín eftir á og báðu mig á einn eða annan hátt afsökunar. Ég skal viðurkenna að dagana á eftir beið ég kannski í þeirri von að einhver þeirra myndi koma því í orð opinberlega, miðað við hvað einhverjar þeirra höfðu verið skoðanaglaðar og jafnvel orðljótar. Ég er mjög stolt af því hvernig mér fannst ég hafa staðið í lappirnar í þessu.“HildurSamvinnuflokkar þurrkast út Það vakti athygli í vikunni þegar Ögmundur Jónasson þingmaður sagði í þættinum Vikulokunum á Rás 2 að konur nýttu sér tal um hvað það væri erfitt að vera kona í stjórnmálum sér til framdráttar. „Sem kona þá skiptir eiginlega engu máli hvar þú ert en það koma alltaf augnablikin þar sem maður finnur að núna sé verið að tala við mann öðruvísi af því að maður er kona. Ég verð að viðurkenna, að því sögðu, að ég verð stundum hugsi yfir því þegar það er fullyrt fyrir hönd allra kvenna hvernig okkur líður. Ég hef heyrt oftar en einu sinni fullyrt að konur veigri sér við að fara í stjórnmál því umhverfið henti þeim ekki. Ég kvitta bara ekkert upp á það. Mér finnst við tala konur svo mikið niður með því að segja að pólitík, og það að takast á og vera í því sem henni fylgir, henti konum ekki. Það er bara niðurlægjandi fyrir konur. Mér finnst ekki að við eigum að skikka stjórnmálin í einhvern fasa af því að fólk nenni ekki lengur að hlusta á annað fólk rífast.“ Hún bendir á að Björt framtíð, sem sé dæmi um nýja tíma í pólitík, sé að þurrkast út af þingi. „En svo koma Píratar og kveikja í hlutum í pontu og standa bara þarna og öskra og þeir rjúka upp. Mér finnst að pólitíkin eigi að fá að vera pólitík. Að ýja að því að það sé ekki kvenna – ég vil setja spurningarmerki við það.“Viðskipti með velferð Nú vill Hildur spreyta sig á Alþingi „Við erum búin með þessi eftirhrunsár en núna stöndum við frammi fyrir því hvort við ætlum að þora að taka þau erfiðu skref að fylgja þessum stóru línum eins og til dæmis styttingu náms. Árið 2050 verða helmingi færri vinnandi hendur gagnvart eldri borgurum. Við verðum að auka útflutning á hugviti, stytta nám og hætta að útskrifast elst úr háskóla. Ég hef einlæga trú á því að það sé mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram sínum ágætu skrefum í þessar áttir.“ Hún nefnir að koma þurfi ferðamannamálum í almennilegt horf þar sem mest þjónusta fari í einkarekstur.Hvernig stendur þú þá varðandi einkarekstur í heilbrigðiskerfinu?„Ég held að það sé hægt að gera mun betur í því að bjóða upp á valfrelsi í velferðarmálum. Valfrelsi snýst um virðingu gagnvart til dæmis fólki sem er að eldast og vill gjarnan búa heima og stýra sinni þjónustu sjálft. Það sé ekki ríkisbragur á henni alltaf. Við sjálfstæðismenn höfum haft þá skoðun lengi að það sé í lagi, og það halli ekki á neinn, þó að við bjóðum upp á aukna þjónustu varðandi eitthvað sem þá kostar. Þessi tiltekna þjónusta hefði hvort sem er aldrei verið í boði hjá hinu opinbera en það væri hægt að kaupa sér aukaþjónustu og fá þannig peninga inn í kerfið til að standa betur að þeirri grunnþjónustu sem við viljum tryggja.“En vill almenningur kerfi þar sem þeir sem hafa meira á milli handanna geta keypt sér betri þjónustu?„Vill almenningur kerfi þar sem aldrei má taka neina aðra snúninga. Það sé bara opið frá níu til fimm og þú færð þrif sem ná upp í einn metra og þrjátíu sentimetra en ekki hærra. Og að standa í biðröð? Við þekkjum alveg þetta kerfi og sjáum hvert það stefnir.“ Það myndi þýða að einkaaðilarnir vilji peninga til baka líka. Þannig virka viðskipti. „Algjörlega. Alveg eins og hér eru fyrirtæki og fólk sem er að fá hugmyndir og við stöndum í útflutningi á hugviti. Af hverju má ekki taka sömu hugmyndaauðgi og sköpun, taka áhættu og finna upp á einhverju nýju ef það heitir velferð og heilbrigðiskerfi? Við erum alltaf að tala um mikilvægi þess að fólk fái að taka áhættu og vera í viðskiptum til að halda úti atvinnu. Mér finnst óþarfa viðkvæmni og pínu hættulegt ef það á að halda því til streitu að ekkert af þessu megi gera ef það tengist heilbrigðiskerfinu.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Báðir mínir foreldrar eru kennarar, bjuggu í Svíþjóð og voru svona þessir týpísku jafnaðarmenn. Ég var kannski með hugmyndir um að allir sem ættu peninga væru einhvern veginn síðra fólk. Að það væri ekkert sérstaklega mikilvægt og peningar væru alltaf eitthvað vont sem þyrfti að setja hömlur á. En svo fór ég í laganám og þá fer maður að hugsa öðruvísi, hugmyndir manns um réttlæti breytast. Hvort réttlæti sé eitthvað sem er í tísku hverju sinni eða hvort það sé þetta kerfislega réttlæti sem er hlutlægt og allir geta gengið að vísu? Ég var fasineruð af þessum hugmyndum og átti alltaf erfiðara með að rökstyðja ýmislegt sem ég hafði haldið fram í gegnum árin,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hildur er ein af þeim fyrstu til að ganga í flokkinn eftir hrun. „Umræðan var svo ýkt og í þá átt að allir einstaklingar væru ómögulegir og ekki treystandi. Að öll einkafyrirtæki væru ómöguleg og að í raun væri allt sem ekki væri ríkisvætt ómögulegt. Ég fann að þá kom augnablikið þar sem ég varð pínu stressuð með það hvert við ætluðum að fara með þetta samfélag. Ég man bara tilfinninguna þegar ég hugsaði að við værum ekki að fara að ríkisvæða okkur út úr einhverjum vanda.“Hildur SverrisdóttirFordómar vinstra megin „Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk að troða ofan í kokið á fólki hvað því á að finnast. Það er mitt hlutverk að segja það sem mér finnst og ég reyni að gera það eins vel og ég get. Ég held að það sé kostur fyrir mig sem pólitíkus að hafa alist upp í öðru umhverfi og þekkja svona marga sem aðhyllast aðrar skoðanir því fyrir mér eru þær kannski ekki jafn framandi. Mér finnst oft meiri fordómar frá vinstri yfir til hægri en öfugt og hef verið hugsi yfir því hvernig hópur fólks lengst til vinstri, sem er mjög upptekið af því að vera fordómalaust gagnvart samkynhneigð eða trúarbrögðum, sem er gott og blessað, er mjög snöggt að vera með fordóma gagnvart einhverjum sem á pening.“ Hildur kynntist fordómum þegar hún ákvað að gefa fantasíur íslenskra kvenna út á bók og hlaut gagnrýni fyrir. „Það voru þarna augnablik þar sem mér fannst augljóst að ég væri hægri kona að stíga inn á vettvang sem ekki var mikil stemning fyrir að ég stigi inn á. Ég myndi veðja peningunum mínum á að ef ég hefði verið einhver önnur kona og sagt nákvæmlega orðrétt það sem ég sagði, en hefði verið í öðrum kreðsum, þá hefði ég ekki fengið svona mikla gagnrýni.“Fantasíur kvennaGagnrýnin snerist meðal annars um þann möguleika að karlar fengju birtar sögur í bókinni. „Ég var þarna í pínu klípu, ég get alveg viðurkennt það. Ég eyddi mörgum vikum í að hugsa hvernig ég myndi gera þetta sem best þannig að sögurnar væru sem sannastar. Ég var búin að vinna heilmikla rannsóknarvinnu og studdist við alþjóðlegar rannsóknir og viðmið. Ég hafði tékklista, sem ég talaði aldrei um opinberlega, og svo treysti ég mér til að vinsa úr það sem ég taldi trúanlegt og hvað ekki.“ Úr varð að Hildi bárust á þriðja hundrað sögur. „Ég var mikið gagnrýnd fyrir að þetta yrðu bara sögur frá dónakörlum og konum yrði þá brigslað um að hugsa svona. En mér fannst þessi gagnrýni svo frábær því í henni kristallaðist það sem ég var að reyna að vinna gegn. Hvað var þessi gagnrýni að segja? Að konur hugsi ekki neitt svona. Konur hugsa alls konar og eitt skrefið í átt að jafnrétti er að viðurkenna það. Konur eru ekki alltaf með rauða rós á koddanum, búnar að varalita sig, að bíða eftir prinsi á hvítum hesti.“ Síðar hélt Femínistafélag Íslands fund um bókina og bókina 50 Shades of Grey. „Þarna voru ýmsir kallaðir til í pallborðið en ekki ég. Til að gera langa sögu stutta þá horfði ég á PowerPoint-kynningu um bókina mína með alls konar fræðilegum athugasemdum, um útlitsdýrkun og svo framvegis. Því var velt upp hvort það gæti staðist að konur fantaseruðu um hitt og þetta. Þegar ég fékk orðið gat ég loks svarað einhverjum af þeim spurningum sem komu upp. Konurnar á fundinum mega eiga það að þær komu til mín eftir á og báðu mig á einn eða annan hátt afsökunar. Ég skal viðurkenna að dagana á eftir beið ég kannski í þeirri von að einhver þeirra myndi koma því í orð opinberlega, miðað við hvað einhverjar þeirra höfðu verið skoðanaglaðar og jafnvel orðljótar. Ég er mjög stolt af því hvernig mér fannst ég hafa staðið í lappirnar í þessu.“HildurSamvinnuflokkar þurrkast út Það vakti athygli í vikunni þegar Ögmundur Jónasson þingmaður sagði í þættinum Vikulokunum á Rás 2 að konur nýttu sér tal um hvað það væri erfitt að vera kona í stjórnmálum sér til framdráttar. „Sem kona þá skiptir eiginlega engu máli hvar þú ert en það koma alltaf augnablikin þar sem maður finnur að núna sé verið að tala við mann öðruvísi af því að maður er kona. Ég verð að viðurkenna, að því sögðu, að ég verð stundum hugsi yfir því þegar það er fullyrt fyrir hönd allra kvenna hvernig okkur líður. Ég hef heyrt oftar en einu sinni fullyrt að konur veigri sér við að fara í stjórnmál því umhverfið henti þeim ekki. Ég kvitta bara ekkert upp á það. Mér finnst við tala konur svo mikið niður með því að segja að pólitík, og það að takast á og vera í því sem henni fylgir, henti konum ekki. Það er bara niðurlægjandi fyrir konur. Mér finnst ekki að við eigum að skikka stjórnmálin í einhvern fasa af því að fólk nenni ekki lengur að hlusta á annað fólk rífast.“ Hún bendir á að Björt framtíð, sem sé dæmi um nýja tíma í pólitík, sé að þurrkast út af þingi. „En svo koma Píratar og kveikja í hlutum í pontu og standa bara þarna og öskra og þeir rjúka upp. Mér finnst að pólitíkin eigi að fá að vera pólitík. Að ýja að því að það sé ekki kvenna – ég vil setja spurningarmerki við það.“Viðskipti með velferð Nú vill Hildur spreyta sig á Alþingi „Við erum búin með þessi eftirhrunsár en núna stöndum við frammi fyrir því hvort við ætlum að þora að taka þau erfiðu skref að fylgja þessum stóru línum eins og til dæmis styttingu náms. Árið 2050 verða helmingi færri vinnandi hendur gagnvart eldri borgurum. Við verðum að auka útflutning á hugviti, stytta nám og hætta að útskrifast elst úr háskóla. Ég hef einlæga trú á því að það sé mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram sínum ágætu skrefum í þessar áttir.“ Hún nefnir að koma þurfi ferðamannamálum í almennilegt horf þar sem mest þjónusta fari í einkarekstur.Hvernig stendur þú þá varðandi einkarekstur í heilbrigðiskerfinu?„Ég held að það sé hægt að gera mun betur í því að bjóða upp á valfrelsi í velferðarmálum. Valfrelsi snýst um virðingu gagnvart til dæmis fólki sem er að eldast og vill gjarnan búa heima og stýra sinni þjónustu sjálft. Það sé ekki ríkisbragur á henni alltaf. Við sjálfstæðismenn höfum haft þá skoðun lengi að það sé í lagi, og það halli ekki á neinn, þó að við bjóðum upp á aukna þjónustu varðandi eitthvað sem þá kostar. Þessi tiltekna þjónusta hefði hvort sem er aldrei verið í boði hjá hinu opinbera en það væri hægt að kaupa sér aukaþjónustu og fá þannig peninga inn í kerfið til að standa betur að þeirri grunnþjónustu sem við viljum tryggja.“En vill almenningur kerfi þar sem þeir sem hafa meira á milli handanna geta keypt sér betri þjónustu?„Vill almenningur kerfi þar sem aldrei má taka neina aðra snúninga. Það sé bara opið frá níu til fimm og þú færð þrif sem ná upp í einn metra og þrjátíu sentimetra en ekki hærra. Og að standa í biðröð? Við þekkjum alveg þetta kerfi og sjáum hvert það stefnir.“ Það myndi þýða að einkaaðilarnir vilji peninga til baka líka. Þannig virka viðskipti. „Algjörlega. Alveg eins og hér eru fyrirtæki og fólk sem er að fá hugmyndir og við stöndum í útflutningi á hugviti. Af hverju má ekki taka sömu hugmyndaauðgi og sköpun, taka áhættu og finna upp á einhverju nýju ef það heitir velferð og heilbrigðiskerfi? Við erum alltaf að tala um mikilvægi þess að fólk fái að taka áhættu og vera í viðskiptum til að halda úti atvinnu. Mér finnst óþarfa viðkvæmni og pínu hættulegt ef það á að halda því til streitu að ekkert af þessu megi gera ef það tengist heilbrigðiskerfinu.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira