Tinna Dögg gefur kost á sér í 5. sæti í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 09:35 Tinna Dögg Guðlaugsdóttir. Mynd/Ómar Vilhelmsson Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira