Drengirnir í Sturla Atlas eru kynntir sem skapandi hönnuðir og poppstjörnur sem séu við það að hita upp fyrir Justin Bieber. Í myndbandinu gera þeir lítið úr því að íslensk náttúra hafi fyllt þá sköpunarkrafti og segjast vera borgarbörn sem hafi alist upp við að horfa á popp- og hiphopp vídjó heima hjá sér.
Reykjavíkurdætur eru öllu fjörugri. Þær segja frá því að í íslensku sjónvarpi sé í góðu lagi fyrir karlmann að tala um munngælur en ef að stelpa segi einhverjum að “sjúga á sér snípinn” verði allt vitlaust.
Rapparinn GKR lýsir sjálfum sér sem viðkvæmum einstaklingi sem hafi verið alinn upp af einstæðri móður sem hlustaði á pönk og David Bowie. Hann talar svo um nafnið sitt Gaukur og segir það allt í lagi þá að bretinn kalli sig Cucumber – sem þýðir “gúrka”.
Myndband i-D um íslensku hiphop-senuna má sjá hér fyrir neðan.