Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2016 14:45 Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar í Filippseyjum. Vísir/EPA 1.916 manns hafa látið lífið eftir upphaf „átaks“ Rodrigo Duterte, nýskipaðs forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Yfirmaður lögreglunnar segir að 756 hafi verið drepnir af lögreglu og að hin morðin séu til rannsóknar. Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte sór embættiseið fyrir sjö vikum. Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar, sagði þingnefnd að það væri engin sérstök stefna að drepa fíkniefnanotendur og sölumenn. Duterte hefur hins vegar hvatt þegna sína til þess að drepa sölumenn sem streitast á móti við handtöku. Vopnuð gengi borgara hafa drepið fjölmarga sem taldir eru neyta fíkniefna eða selja þau. Duterte, sem hefur fengið viðurnefnið „Refsarinn“ (e. Punisher), hefur varað þingmenn gegn því að þvælast fyrir átaki sínu. Hann hefur sagt að þeir gætu látið lífið ef þeir hægðu á viðleitni hans til að bæta Filippseyjar.Sjá einnig: Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Dela Rosa tók þó fram að um 40 morð komi fíkniefnum ekki við. Heldur tengist þau ránum og illdeilum. Þá eru um 300 lögregluþjónar grunaðir um aðild að fíkniefnasölu. Reuters bendir á að uppi séu vangaveltur um að spilltir lögregluþjónar hafi drepið fjölmarga fíkniefnasala til að forðast að upp komist um spillingu þeirra. Dela Rosa sagði að nærri því 700 þúsund neytendur og sölumenn hefðu gefið sig fram við lögreglu. Þau eru látin skrifa undir samning um að hætta athæfi sínu og fylgjast yfirvöld reglulega með því að þau fari eftir samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa, auk mannréttindasamtaka, lýst yfir áhyggjum á ástandinu í Filippseyjum og nú hafa Bandaríkin einnig gert það. Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
1.916 manns hafa látið lífið eftir upphaf „átaks“ Rodrigo Duterte, nýskipaðs forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Yfirmaður lögreglunnar segir að 756 hafi verið drepnir af lögreglu og að hin morðin séu til rannsóknar. Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte sór embættiseið fyrir sjö vikum. Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar, sagði þingnefnd að það væri engin sérstök stefna að drepa fíkniefnanotendur og sölumenn. Duterte hefur hins vegar hvatt þegna sína til þess að drepa sölumenn sem streitast á móti við handtöku. Vopnuð gengi borgara hafa drepið fjölmarga sem taldir eru neyta fíkniefna eða selja þau. Duterte, sem hefur fengið viðurnefnið „Refsarinn“ (e. Punisher), hefur varað þingmenn gegn því að þvælast fyrir átaki sínu. Hann hefur sagt að þeir gætu látið lífið ef þeir hægðu á viðleitni hans til að bæta Filippseyjar.Sjá einnig: Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Dela Rosa tók þó fram að um 40 morð komi fíkniefnum ekki við. Heldur tengist þau ránum og illdeilum. Þá eru um 300 lögregluþjónar grunaðir um aðild að fíkniefnasölu. Reuters bendir á að uppi séu vangaveltur um að spilltir lögregluþjónar hafi drepið fjölmarga fíkniefnasala til að forðast að upp komist um spillingu þeirra. Dela Rosa sagði að nærri því 700 þúsund neytendur og sölumenn hefðu gefið sig fram við lögreglu. Þau eru látin skrifa undir samning um að hætta athæfi sínu og fylgjast yfirvöld reglulega með því að þau fari eftir samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa, auk mannréttindasamtaka, lýst yfir áhyggjum á ástandinu í Filippseyjum og nú hafa Bandaríkin einnig gert það.
Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira