Heilsuökuráð frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 13:55 Þegar kemur að því að halda sér vakandi í löngum akstri grípa margir til þess ráðs að hækka í músikinni, drekka mikið kaffi og borða slatta af bensínstöðvasnakki. Slík ráð segja þeir hjá Volkswagen að séu langt frá því bestu ráðin. Miklu betra sé að stíga útúr bílnum og gera nokkrar líkamsæfingar. Í myndskeiðinu hér að ofan sýnir Volkswagen hvernig megi að þessu standa og í hve langan tíma. Með því að gera svona æfingar kemst blóðið á hreyfingu, auk þess sem dregið er inn ferskt súrefni og í leiðinni stigið uppúr sæti bílsins og rétt úr sér. Víst er að þessi aðferð er mun heilsusamlegri en kaffiþamb og snakk- og nammiát og hver veit nema ökumenn hérlendis eigi eftir að taka eftir öðrum ökumönnum á þjóðvegi 1 gera einmitt þetta í stað þess að fjölmenna á vegasjoppurnar. Fullt eins gott og íslenskara væri þó að stoppa nálægt berjalingi þessa dagana og slá tvær flugur í einu höggi, fá sér ofurholl ber í svanginn, teygja úr sér og draga inn mikið súrefni í leiðinni. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent
Þegar kemur að því að halda sér vakandi í löngum akstri grípa margir til þess ráðs að hækka í músikinni, drekka mikið kaffi og borða slatta af bensínstöðvasnakki. Slík ráð segja þeir hjá Volkswagen að séu langt frá því bestu ráðin. Miklu betra sé að stíga útúr bílnum og gera nokkrar líkamsæfingar. Í myndskeiðinu hér að ofan sýnir Volkswagen hvernig megi að þessu standa og í hve langan tíma. Með því að gera svona æfingar kemst blóðið á hreyfingu, auk þess sem dregið er inn ferskt súrefni og í leiðinni stigið uppúr sæti bílsins og rétt úr sér. Víst er að þessi aðferð er mun heilsusamlegri en kaffiþamb og snakk- og nammiát og hver veit nema ökumenn hérlendis eigi eftir að taka eftir öðrum ökumönnum á þjóðvegi 1 gera einmitt þetta í stað þess að fjölmenna á vegasjoppurnar. Fullt eins gott og íslenskara væri þó að stoppa nálægt berjalingi þessa dagana og slá tvær flugur í einu höggi, fá sér ofurholl ber í svanginn, teygja úr sér og draga inn mikið súrefni í leiðinni.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent