Flugvél WOW fékk fugl í hreyfil í flugtaki: „Urðum dauðskelkuð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 13:28 Snúa þurfti við flugvél WOW Air á leið frá Barcelona til Íslands í gær eftir að fugl lenti í hreyfli í vélarinnar. Vísir/Vilhelm Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira