Dýrasti breski bíll frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 09:50 Jaguar D-Type bíllinn er ennþá með rásnúmerið á húddinu. Þessi fallegi Jaguar D-Type bíll seldist um helgina hjá RM Southeby´s á 2,55 milljarða króna, en ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn er. Þessi tiltekni bíll af árgerð 1956 vann Le Mans þolaksturskappaksturinn í Frakklandi það sama ár og því er hér um að ræða sögufrægan bíl sem var hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síns tíma. Jaguar D-Type bílar unnu Le Mans kappaksturinn árin 1955, 1956 og 1957 og voru þessir bílar ósigrandi á þessum árum. Þegar þessi Jaguar D-Type vann árið 1956 var meðalhraði hans 168 km/klst og mesti hraði hans 252 km/klst. Það er býsna mikill hraði fyrir 60 ára gamlan bíl. Með þessu háa verði sem greitt var fyrir bílinn var nýtt met slegið yfir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir breskan bíl frá upphafi. Hærri upphæðir hafa verið greiddar fyrir gamla Ferrari bíla. Til að setja þessa ótrúlegu upphæð sem greidd var fyrir bílinn í eitthvert samhengi þá mætti kaupa um 135 nýja Porsche 911 Carrera bíla fyrir þessa upphæð, en það á líklega enginn svo stóran bílskúr!Kraftalegur sýnum, enda afar hraðskreiður. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Þessi fallegi Jaguar D-Type bíll seldist um helgina hjá RM Southeby´s á 2,55 milljarða króna, en ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn er. Þessi tiltekni bíll af árgerð 1956 vann Le Mans þolaksturskappaksturinn í Frakklandi það sama ár og því er hér um að ræða sögufrægan bíl sem var hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síns tíma. Jaguar D-Type bílar unnu Le Mans kappaksturinn árin 1955, 1956 og 1957 og voru þessir bílar ósigrandi á þessum árum. Þegar þessi Jaguar D-Type vann árið 1956 var meðalhraði hans 168 km/klst og mesti hraði hans 252 km/klst. Það er býsna mikill hraði fyrir 60 ára gamlan bíl. Með þessu háa verði sem greitt var fyrir bílinn var nýtt met slegið yfir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir breskan bíl frá upphafi. Hærri upphæðir hafa verið greiddar fyrir gamla Ferrari bíla. Til að setja þessa ótrúlegu upphæð sem greidd var fyrir bílinn í eitthvert samhengi þá mætti kaupa um 135 nýja Porsche 911 Carrera bíla fyrir þessa upphæð, en það á líklega enginn svo stóran bílskúr!Kraftalegur sýnum, enda afar hraðskreiður.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent