Golf

Axel og Ragnhildur stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel fagnar sigrinum í dag.
Axel fagnar sigrinum í dag. vísir/golf.is
Axel Bóasson, GK, og Saga Traustadóttir, GR, stóðu uppi sem sigurvegarar á Securitas-mótinu sem er hluti af Eimskiptsmótaröðinni, en leikið var í Grafarholti.

Axel spilaði á 70 höggum í dag, en hann spilaði samtals á 204 höggum eða níu undir pari. Næstur kom Birgir Leifur Hafþórsson á sjö höggum undir pari og í þriðja sæti var Haraldur Franklín Magnús á sex undir pari.

Með sigrinum tryggir Axel sér stigameistaratititlinn á Eimskipsmótaröðinni og fær því 750 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangur sinn. Hafnfirðingurinn er að vinna þetta í annað skiptið.

Í kvennaflokki stóð Saga uppi sem sigurvegari í Grafarholti en hún lék á átta yfir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir og Nína Björk Geirsdóttir voru jafnar í öðru sæti á níu yfir pari.

Ragnhildur Kristinsdóttir er því stigameistari 2016, en þetta er í fyrsta skipti sem Ragnhildur stendur uppi sem stigameistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×