Flaug 115 metra yfir draugabæ Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 13:23 Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent
Mörg eru áhættuatriðin sem Red Bull orkudrykkjaframleiðandinn hefur staðið fyrir og hér sést síðasta uppákoman í þeirra nafni. Í þessu áhættuatriði flýgur sérsmíðaður jeppi 115 metra yfir yfirgefinn smábæ rétt fyrir utan San Diego í Kaliforníu. Það var ofurhuginn Bryce Menzies sem tók það að sér að aka bílnum og í leiðinni að setja nýtt heimsmet í “bílasvifi.” Fyrra metið átti Tanner Foust frá árinu 2011 og bætti Bryce Menzies það nú um 15 metra. Meiningin var reyndar að sýna beint frá risastökki Menzies á Red Bull TV, en í einu æfingastökki hans lenti bíllinn svo illa að Menzies brákaði á sér öxlina og skemmdi bílinn nokkuð í leiðinni og því varð aldrei af útsendingunni né enn meiri bætingu á metinu. Lengsta æfingastökk hans mældist samt 379,4 metrar, eða ríflega 115 metrar og sést það hér að ofan.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent