BMW hættir framleiðslu Z4 Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 10:16 BMW Z4 bílarnir verða ekki mikið fleiri. Nú við enda ágústmánaðar verður framleiðslu tveggja sæta sportbílsins Z4 hætt í verksmiðjum BMW. Þetta tilkynnti BMW í vikunni og það rétt áður en framleiðslan hættir. Þessi ákvörðun BMW er skiljanleg í ljósi þess að stutt er í tilkomu arftaka hans, BMW Z5, sem BMW hefur þróað í samstarfi við Toyota. BMW Z4 hefur þótt fremur dýr bíll og kostar t.d. 50.000 dollara í Bandaríkjunum með fjögurra strokka vél og 60.000 dollara með sex strokka vél. Það er nánast á pari við Porsche 718 Boxster og Cayman bílana, sem þykja af flestum betri akstursbílar. Þá má einnig fá Chevrolet Corvette og Jaguar F-Type fyrir ámóta upphæð. Það að BMW og Toyota hafi sameinast um þróun nýs teggja sæti sportbíls bendir til þess að hann verði boðinn á samkeppnishæfu verði og gæti því orðið ódýrari en ofannefndir bílar. Líklega verður Toyota gerðin af þeim bíl kallaður Toyota Supra. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Nú við enda ágústmánaðar verður framleiðslu tveggja sæta sportbílsins Z4 hætt í verksmiðjum BMW. Þetta tilkynnti BMW í vikunni og það rétt áður en framleiðslan hættir. Þessi ákvörðun BMW er skiljanleg í ljósi þess að stutt er í tilkomu arftaka hans, BMW Z5, sem BMW hefur þróað í samstarfi við Toyota. BMW Z4 hefur þótt fremur dýr bíll og kostar t.d. 50.000 dollara í Bandaríkjunum með fjögurra strokka vél og 60.000 dollara með sex strokka vél. Það er nánast á pari við Porsche 718 Boxster og Cayman bílana, sem þykja af flestum betri akstursbílar. Þá má einnig fá Chevrolet Corvette og Jaguar F-Type fyrir ámóta upphæð. Það að BMW og Toyota hafi sameinast um þróun nýs teggja sæti sportbíls bendir til þess að hann verði boðinn á samkeppnishæfu verði og gæti því orðið ódýrari en ofannefndir bílar. Líklega verður Toyota gerðin af þeim bíl kallaður Toyota Supra.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent