86.761 Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun