Segir tillögur í fíkniefnamálum fela í sér litlar breytingar Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:15 Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira