Missti af frelsisþögninni Ögmundur Jónasson skrifar 9. september 2016 07:00 Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun