Meiri menningu … og meira pönk! Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 8. september 2016 07:00 Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar