Uppboð aflaheimilda á Íslandi – Byrjum á byrjuninni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. september 2016 07:00 Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, á málamyndaverði sem ákveðið er af Verðlagsstofu skiptaverðs. Afleiðing þess er að útgerðir sem landa inn í eigin vinnslu greiða lægri laun til sjómanna og lægri hafnargjöld en hinar. Þessi munur hefur í för með sér gríðarlegan aðstöðumun hjá fiskvinnslum sem þurfa að kaupa sinn fisk á markaði á hærra verði en þær vinnslur sem eru í tengslum við útgerð. Tvöfalda verðlagningin opnar sömuleiðis greiða leið til þess að losa hagnað af vinnslunni í gegnum eigin sölufyrirtæki á erlendri grund; svokallaða „hækkun í hafi“ með skattaskjól sem ekki ólíklegan endapunkt. Það er með engu móti hægt að réttlæta núverandi skipan út frá samkeppnissjónarmiðum eða hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta. Mismununin hefur verið réttlætt með því að með fyrirkomulaginu sé hægt að gera langtímasamninga og tryggja afhendingaröryggi. Þessar fullyrðingar standast enga skoðun enda ekki gerðir fimm ára samningar um verð og afhendingu á frosnum karfaflökum, ekki frekar en á nautakjöti eða appelsínum. Með því að allur fiskur sé verðlagður á opnum frjálsum fiskmarkaði er verið að tryggja útgerðinni hæsta verð hverju sinni og ekki verið að taka eitt eða neitt frá neinum. Aðstöðumunur stærri fyrirtækja með eigin vinnslu hefur verið einn mesti hvatinn að hraðri og óæskilegri samþjöppun í sjávarútvegi á síðustu árum. Sanngjarnari verðlagning Áður en farið verður í uppboð á aflaheimildum, í ætt við það sem Færeyingar eru að gera tilraunir með, þá verður að vera búið að girða fyrir þennan mikla aðstöðumun og það verður aðeins gert með því að allur fiskur sé verðlagður á markaði. Ef ekki, þá er einsýnt að heimildirnar lenda aðeins hjá stærri útgerðunum sem reka fiskvinnslu samhliða. Eins þarf að tryggja miklu betur en nú er gert að sjómenn verði ekki látnir taka þátt í kostnaði útgerða við uppboð en lenskan hefur verið sú að ýmsum kostnaði hefur verið velt í meira mæli yfir á þá. Sanngjarnari verðlagning á fiski mun án efa leiða til bættrar stöðu hafna og launa sjómanna og þar af leiðandi auka skatttekjur ríkisins. Við breytinguna myndu tekjur hins opinbera aukast mun meira en sem næmi tvöföldun núverandi veiðigjalds og mun meira af arðinum dreifðist með heilbrigðari hætti um æðakerfi efnahagslífsins. Mjög auðvelt er að tryggja að almenningur fái stærri skerf af sjávarauðlindinni og að hún renni ekki einungis til örfárra eða jafnvel úr landi. Ef það á að gerast þá þarf að byrja á réttum enda sem er að allur fiskur sé verðlagður á markaði og það áður en farið er í flóknar útfærslur á uppboðum á veiðiheimildum. Dögun leggur því gríðarlega áherslu á að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði en það tryggir hag sjómanna, einnig að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar en ekki er nokkur lifandi leið að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með handfærum. Frelsið mun aðeins gera lífið skemmtilegra hringinn í kringum landið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun