Áskoranir í ferðaþjónustu Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Sjá meira
Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint.
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun