Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins sögð viðbjóður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 07:00 Stefnuskrá Frelsisflokks Geerts Wilders er sögð viðbjóðsleg og hann sagður ala á ótta. Frelsisflokkurinn mælist þó með mest fylgi í Hollandi. vísir/afp Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira