Jón Björn: Mikil og góð spenna í hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2016 06:00 Jón Margeir verður í eldlínunni í Ríó á næstu dögum. mynd/fí Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14 Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Íslensku keppendurnir komu til Brasilíu á fimmtudaginn í síðustu viku og að sögn Jóns Björns Ólafssonar, aðalfararstjóra íslenska hópsins, hafa æfingar gengið vel. „Þetta er allt að bresta á. Það hefur gengið rosalega vel að koma sér fyrir og æfa. Það er komin virkilega mikil og góð spenna í hópinn að sýna sig og sanna,“ sagði Jón Björn í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi Sveinsson ríður á vaðið á föstudaginn þegar hann keppir í spjótkasti, flokki F42-44. Helgi hefur ekki farið leynt með markmið sitt að ná í gull en hann hefur náð framúrskarandi árangri í greininni á undanförnum árum. Keppnin er þó hörð í flokknum hans Helga. „Hann er á leið í rosalega keppni. Forsmekkurinn að þessu keppnisfyrirkomulagi hjá honum var á HM í Doha í fyrra. Það var bráðskemmtileg og öflug keppni,“ sagði Jón Björn en Helgi endaði í 3. sæti á því móti. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson, sem verður fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni á morgun, á titil að verja í 200 metra skriðsundi, flokki S14. Hann keppir einnig í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. „Hann er kominn með nokkra sterka keppinauta,“ sagði Jón Björn um möguleika nafna síns. „Þeirra á meðal er strákurinn sem hann tapaði fyrir á EM í sumar, Thomas Hamer. Svo er Ástralinn og vinur hans Jóns, Daniel Fox, einnig þarna. Við erum að horfa á mjög sterkt sund, ekki ósvipað og í flokki Helga. Auk Jóns Margeirs á Ísland tvær sundkonur á Ólympíumóti fatlaðra í ár, Thelmu Björg Björnsdóttur og Sonju Sigurðardóttur. „Báðar gera þær atlögu að því að komast í úrslit þótt það séu gríðarlega sterkir einstaklingar í þeirra flokkum. Ef þær synda sig inn í úrslit í einhverjum af sínum greinum, þá er það frábær árangur,“ sagði Jón Björn. Þá á Ísland í fyrsta skipti keppenda í bogfimi. Sá heitir Þorsteinn og er Halldórsson. En við hverju má búast í bogfiminni? „Það ræðst svolítið af forkeppninni, þar sem skotið er til stiga og raðað inn í útsláttarkeppnina. Þegar þangað er komið er þetta eins og bikarkeppni og þar er oft pláss fyrir ævintýrasögur,“ sagði Jón Björn að endingu. Dagskrá íslensku keppendurna má sjá hér að neðan.Helgi kastar á föstudaginn.vísir/gettyDagskrá íslensku keppendanna9. september 17:45 Helgi Sveinsson, spjótkast F42-4410. september 09:52 Thelma Björg Björnssdóttir, 50 m skriðsund S6 15:00 Þorsteinn Halldórsson, bogfimi11. september 09:39 Thelma Björg, 100 m bringusund SB5 10:34 Jón Margeir Sverrisson, 200 metra skriðsund S1412. september 11:21 Thelma Björg, 200 m fjórsund S613. september 09:46 Thelma Björg, 400 m skriðsund S614. september 09:00 Þorsteinn, bogfimi 10:17 Jón Margeir, 100 m bringusund S1416. september 10:19 Sonja Sigurðardóttir, 50 m baksund S417. september 09:37 Thelma Björg, 100 m skriðsund S6 10:24 Sonja, 50 m skriðsund S4 11:06 Jón Margeir, 200 m fjórsund S14
Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn