Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkar umtalsvert Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2016 19:20 Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira