Er Tesla Model S P100D sá sneggsti? Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 12:45 Porsche 911 Turbo S. Í síðasta mánuði greindi Tesla frá nýjustu og öflugustu afurð sinni, Tesla Model S P100D með 100 kWh rafhlöðum. Tesla lét þá fullyrðingu með fylgja að þessi bíll væri sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Margir hafa orðið til þess að draga þá fullyrðingu í efa og fyrir því má færa rök. Það finnast sneggri og jafn snöggir bílar en spurningin er bara um það hvað telst til fjöldaframleiddra bíla. Oftast er miðað við framleiðslu 25 bíla og á sú skilgreining sér rætur í hvað telst til löglegra bíla í þolaksturskeppni Le Mans í Frakklandi. En þá er rétt að skoða lista þeirra fjöldaframleiddu bíla sem eru sneggri eða jafn snöggir og Teslan. Porsche 918: 2,2 sekúndur Ariel Atom V8: 2,3 sekúndur Ferrari LaFerrari: 2,4 sekúndur Bugatti Veyron Super Sport: 2,5 sekúndur Bugatti Chiron: 2,5 sekúndur Porsche 911 Turbo S: 2,5 sekúndur Koenigsegg One:1 : 2.5 sekúndur Samkvæmt 25 bíla skilgreiningunni má strax taka út Koenigsegg One:1 en hann hefur verið framleiddur í færri eintökum en 25. Bugatti Veyron Super Sport var framleiddur í 30 eintökum. Ef miðað væri við 500 eintök dytti líka McLaren P1 út og ef miðað væri við 1.000 eintök dyttu allir út nema Porsche 911 Turbo. Porsche 911 Turbo er framleiddur í um 1.320 eintökum að meðaltali á ári. Það er meiri framleiðsla en Tesla áætlar að framleiða á ári af Tesla Model S P100D bílnum. Það lítur hinsvegar ekki vel út fyrir Tesla að segja frá því, en það er ekki bara með þeirri staðreynd sem Tesla hefur farið offari í fullyrðingu sinni, eins og segir frá hér að ofan. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Í síðasta mánuði greindi Tesla frá nýjustu og öflugustu afurð sinni, Tesla Model S P100D með 100 kWh rafhlöðum. Tesla lét þá fullyrðingu með fylgja að þessi bíll væri sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Margir hafa orðið til þess að draga þá fullyrðingu í efa og fyrir því má færa rök. Það finnast sneggri og jafn snöggir bílar en spurningin er bara um það hvað telst til fjöldaframleiddra bíla. Oftast er miðað við framleiðslu 25 bíla og á sú skilgreining sér rætur í hvað telst til löglegra bíla í þolaksturskeppni Le Mans í Frakklandi. En þá er rétt að skoða lista þeirra fjöldaframleiddu bíla sem eru sneggri eða jafn snöggir og Teslan. Porsche 918: 2,2 sekúndur Ariel Atom V8: 2,3 sekúndur Ferrari LaFerrari: 2,4 sekúndur Bugatti Veyron Super Sport: 2,5 sekúndur Bugatti Chiron: 2,5 sekúndur Porsche 911 Turbo S: 2,5 sekúndur Koenigsegg One:1 : 2.5 sekúndur Samkvæmt 25 bíla skilgreiningunni má strax taka út Koenigsegg One:1 en hann hefur verið framleiddur í færri eintökum en 25. Bugatti Veyron Super Sport var framleiddur í 30 eintökum. Ef miðað væri við 500 eintök dytti líka McLaren P1 út og ef miðað væri við 1.000 eintök dyttu allir út nema Porsche 911 Turbo. Porsche 911 Turbo er framleiddur í um 1.320 eintökum að meðaltali á ári. Það er meiri framleiðsla en Tesla áætlar að framleiða á ári af Tesla Model S P100D bílnum. Það lítur hinsvegar ekki vel út fyrir Tesla að segja frá því, en það er ekki bara með þeirri staðreynd sem Tesla hefur farið offari í fullyrðingu sinni, eins og segir frá hér að ofan.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent