Styttum vinnuvikuna Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. september 2016 10:00 Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar