Mennskan Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2016 07:00 Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri lýsir starfi sínu með vandræðaunglingum í helgarblaði Fréttablaðsins. „Við vorum ekkert vondir við þá, heldur heiðarlegir. Við vorum oft eina fullorðna fólkið sem talaði við þá eins og menn,“ segir hann í viðtalinu og bendir á að líta skuli á hvern einstakling fyrir sig og skoða sögu hans og bakgrunn. Þetta mannbætandi viðtal við Hörð tók mig aftur um fjölmörg ár. Allt í einu var ég stödd á löggustöðinni í Drafnarfelli. Ég sit í ljósbrúnum og vel sjúskuðum seventís-sófa og reyki Winston rauðan. Það er þétt setið og reykjarmökkurinn býr til smá ólgu í maganum. Tveir strákar eru að fíflast. Takast á og hlæja. Þeir sparka sófaborðinu á hliðina og ég er með varann á mér. Þeir gætu orðið brjálaðir. Þeir eru oft með vesen. Við hin sitjum og horfum á. Þöglir fylgjendur með dofinn hangisvip á andlitinu. Eldri stelpa sem mér finnst hafa lifað í hundrað ár kennir mér að gera reykhringi. Tveir lögreglumenn í fullum skrúða ganga inn. Annar er einn og milljón á hæð og með djúpa rödd. Hinn er þögull með athugul augu. Við horfum öll á þá og strákarnir sem flugust á rísa á fætur. Rétt ná að reisa við borðið áður en sá stóri er kominn með hrammana utan um þá báða. Svo klappar hann þeim. Spyr hvort þeir séu ekki hressir. Hvort þeir séu búnir í skólanum í dag. Hvort stóri bróðir sé enn í vinnu. Hvort mamma sé komin heim af spítalanum. Þeir svara og fá sér sæti. Löggurnar líta yfir hópinn. Brosa til okkar. Viðurkenna okkur. Fara svo inn á skrifstofu og við höldum áfram að hanga. Þannig var löggustöðin í Fellunum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Sögur af brotnum strákum Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri á fjörutíu ár að baki í lögreglunni. Hann er sannfærður um að mörgum þeirra brotamanna sem urðu á vegi hans hefði mátt bjarga hefðu þeir átt betri æsku. 3. september 2016 07:00 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun
Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri lýsir starfi sínu með vandræðaunglingum í helgarblaði Fréttablaðsins. „Við vorum ekkert vondir við þá, heldur heiðarlegir. Við vorum oft eina fullorðna fólkið sem talaði við þá eins og menn,“ segir hann í viðtalinu og bendir á að líta skuli á hvern einstakling fyrir sig og skoða sögu hans og bakgrunn. Þetta mannbætandi viðtal við Hörð tók mig aftur um fjölmörg ár. Allt í einu var ég stödd á löggustöðinni í Drafnarfelli. Ég sit í ljósbrúnum og vel sjúskuðum seventís-sófa og reyki Winston rauðan. Það er þétt setið og reykjarmökkurinn býr til smá ólgu í maganum. Tveir strákar eru að fíflast. Takast á og hlæja. Þeir sparka sófaborðinu á hliðina og ég er með varann á mér. Þeir gætu orðið brjálaðir. Þeir eru oft með vesen. Við hin sitjum og horfum á. Þöglir fylgjendur með dofinn hangisvip á andlitinu. Eldri stelpa sem mér finnst hafa lifað í hundrað ár kennir mér að gera reykhringi. Tveir lögreglumenn í fullum skrúða ganga inn. Annar er einn og milljón á hæð og með djúpa rödd. Hinn er þögull með athugul augu. Við horfum öll á þá og strákarnir sem flugust á rísa á fætur. Rétt ná að reisa við borðið áður en sá stóri er kominn með hrammana utan um þá báða. Svo klappar hann þeim. Spyr hvort þeir séu ekki hressir. Hvort þeir séu búnir í skólanum í dag. Hvort stóri bróðir sé enn í vinnu. Hvort mamma sé komin heim af spítalanum. Þeir svara og fá sér sæti. Löggurnar líta yfir hópinn. Brosa til okkar. Viðurkenna okkur. Fara svo inn á skrifstofu og við höldum áfram að hanga. Þannig var löggustöðin í Fellunum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Sögur af brotnum strákum Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri á fjörutíu ár að baki í lögreglunni. Hann er sannfærður um að mörgum þeirra brotamanna sem urðu á vegi hans hefði mátt bjarga hefðu þeir átt betri æsku. 3. september 2016 07:00
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun