Grunnskólakennarar felldu kjarasamning: „Staðan er orðin mjög þröng“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 16:09 Grunnskólakennarar hafa fellt nýgerðan kjarasamning. Vísir/Vilhekm Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenska sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Formaður félagsins hefur áhyggjur af dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslunni og segir ljóst að staðan í samningamálum sé orðin þung. Á kjörskrá voru 4.513 félagsmenn. 57,5 prósent félagsmanna sögðu nei, eða 1.740 félagsmenn. Já sögðu 39,7 prósent eða 1.201 félagsmaður. Auðir seðlar voru 87 en 3.028 greiddu atkvæði í kosningunni eða um 67 prósent félagsmanna í félaginu. Ólafur Loftsson, formaður félagsins, segir að búið sé að boða til fundar hjá samninganefnd á miðvikudaginn þar sem farið verði yfir stöðu mála. Ljóst sé þó að staðan sé orðin þung enda er þetta í annað sinn sem félagsmenn hafa hafnað samningum.Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/Vilhelm„Staðan er orðin mjög þröng. Það gefur auga leið að það er búið að ræða efnið mjög mikið og mjög lengi og taka tvær atrennur að því að ná þessu saman. Það verður mjög þungt að halda áfram en það er ekkert annað í boði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Ekki í verkfall nema allt annað hafi verið reyntSkrifað var undir samningana sem hafnað var í dag í síðasta mánuði og í tilkynningu frá félaginu sagði að það væri mat samninganefndar að búið væri að sníða af helstu vankanta í fyrri samning sem hafnað var. Ólafur segir þó að ljóst sé nú að félagsmenn í félaginu séu ósammála því mati. „Það gefur auga leið að maður leggur ekki fram kjarasamning sem maður vill að verði felldur. Það er áhyggjuefni að það skuli vera svona langt bil á milli okkar og félagasmanna. Við höfum einnig áhyggjur af því að þáttakan sé bara 70 prósent. Það er áhyggjuefni.“ Aðspurður hvort að verkfall grunnskólakennara væri framundan segir Ólafur að ekki sé tímabært að ræða það en það sé þó félagsmanna að ákveða. „Þú ferð ekki í verkfall nema þú hafir reynt allt annað. Við erum ekki komin enn á þann stað. Það er þó ljóst að ef ekki nást samningar um það sem er ásættanlegt þá er næsta skref að fara að hugsa um verkfall. Það er félagsmanna að taka ákvörðun um það sé það vilji þeirra.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01 Grunnskólakennarar felldu kjarasamning 72 prósent felldu samninginn. 9. júní 2016 17:56 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé mat samninganefndar og svæðaformanna að með hinum nýja kjarasamningi séu helstu vankantar fyrri samnings lagaðir. 24. ágúst 2016 08:01