Sjáðu Bentley Bentayga jeppann ná 302 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2016 15:40 Nýi Bentayga jeppinn frá Bentley er engin smásmíði, 2.422 kg þungur og 514 cm langur hlunkur, en það kemur ekki í veg fyrir að hann nái yfir 300 km hraða. Það var sannreynt og myndað um daginn og sést hér að ofan. Það þarf mikið afl til að henda svona miklum grip á slíka ferð, eða 600 hestafla W12 vél sem togar 900 Nm. Bentayga er líka nokkuð snöggur úr sporunum og er kominn í 100 km hraða á 4 sekúndum. Það var þýska bílatímaritið Auto Bild sem vildi finna út úr því hvort hámarkshraðatölur Bentayga stæðust og það sannreyndu starfsmenn þess. Bentayga kemst í 160 km hraða á 10 sekúndum og er ári snöggur í 240 km hraða en fyrir ofan það fer að slakna á hröðuninni, en hægt og rólega nær hann þó yfir 300 km hraða með öll sín 600 hestöfl. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Nýi Bentayga jeppinn frá Bentley er engin smásmíði, 2.422 kg þungur og 514 cm langur hlunkur, en það kemur ekki í veg fyrir að hann nái yfir 300 km hraða. Það var sannreynt og myndað um daginn og sést hér að ofan. Það þarf mikið afl til að henda svona miklum grip á slíka ferð, eða 600 hestafla W12 vél sem togar 900 Nm. Bentayga er líka nokkuð snöggur úr sporunum og er kominn í 100 km hraða á 4 sekúndum. Það var þýska bílatímaritið Auto Bild sem vildi finna út úr því hvort hámarkshraðatölur Bentayga stæðust og það sannreyndu starfsmenn þess. Bentayga kemst í 160 km hraða á 10 sekúndum og er ári snöggur í 240 km hraða en fyrir ofan það fer að slakna á hröðuninni, en hægt og rólega nær hann þó yfir 300 km hraða með öll sín 600 hestöfl.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent