Einum færri Koenigsegg Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2016 09:39 Ekki mikið eftir af þessum Koenigsegg CCX. Þar sem ofurbílar sænska bílaframleiðandans Koenigsegg eru ekki svo margir er eftirsjá eftir hverjum þeim bíl sem hverfur af sjónarsviðinu. Víst er að þessum Koenigsegg CCX verður ekki ekið framar, en ökumaður hans missti stjórn á bílnum á miklum hraða nálægt Monterrey í Mexíkó í síðustu viku. Bíllinn fór margar veltur og slösuðust bæði ökumaður og farþegi í bílnum. Ekki er enn ljóst um afdrif þeirra, en heimildir á samskiptamiðlum herma þó að annar þeirra hafi látið lífið á spítala, þó það hafi ekki verið staðfest. Miðað við útlit bílsins, þar sem allur framendi hans er horfinn ásamt þaki bílsins má eðlilegt teljast að farþegar hans geti tæplega hafa sloppið vel úr þessu hörmulega slysi. Frá árinu 2006 hefur Christian von Koenigsegg aðeins framleitt ríflega 100 Koenigsegg bíla og teljast allir þeirra meðal ofurbíla. Christian von Keonigsegg er 44 ára Svíi og giftur íslenskri konu að nafni Halldóra. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Þar sem ofurbílar sænska bílaframleiðandans Koenigsegg eru ekki svo margir er eftirsjá eftir hverjum þeim bíl sem hverfur af sjónarsviðinu. Víst er að þessum Koenigsegg CCX verður ekki ekið framar, en ökumaður hans missti stjórn á bílnum á miklum hraða nálægt Monterrey í Mexíkó í síðustu viku. Bíllinn fór margar veltur og slösuðust bæði ökumaður og farþegi í bílnum. Ekki er enn ljóst um afdrif þeirra, en heimildir á samskiptamiðlum herma þó að annar þeirra hafi látið lífið á spítala, þó það hafi ekki verið staðfest. Miðað við útlit bílsins, þar sem allur framendi hans er horfinn ásamt þaki bílsins má eðlilegt teljast að farþegar hans geti tæplega hafa sloppið vel úr þessu hörmulega slysi. Frá árinu 2006 hefur Christian von Koenigsegg aðeins framleitt ríflega 100 Koenigsegg bíla og teljast allir þeirra meðal ofurbíla. Christian von Keonigsegg er 44 ára Svíi og giftur íslenskri konu að nafni Halldóra.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent