Á vegamótum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar