Á vegamótum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar