Snodgrass með þrennu í stórsigri Skota | Jovetic bjargaði stigi í Rúmeníu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 20:42 Robert Snodgrass fagnar marki. vísir/getty Skotland átti ekki í teljandi vandræðum með að pakka smáliði Möltu saman, 5-1, í fyrsta leik liðanna í F-riðli undankeppni HM 2018. Robert Snodgrass, leikmaður Hull í ensku úrvalsdeildinni, kom Skotlandi yfir á níundu mínútu en Maltverjar jöfnuðu reyndar metin fjórum mínútum síðar með marki Alfred Effiong, 1-1. Þannig var staðan í hálfleik en Chris Martin kom Skotum svo aftur í forystu, 2-1, á 53. mínútu og sjö mínútum síðar kom vendipunktur leiksins. Jonathan Caruana, varnarmaður Möltu, var rekinn af velli þegar hann gaf vítaspyrnu en úr henni skoraði Snodgrass annað mark sitt í leiknum, 3-1. Steven Fletcher kom Skotlandi í 4-1 á 78. mínútú áður en Snodgrass, sem skoraði sigurmark Hull gegn Leicester á dögunum, fullkomnaði þrennuna sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 5-1. Skotar eru á toppi riðilsins með þrjú stig líkt og England sem marði Slóvakíu fyrr í dag en hefur betri markatölu. Litháen og Slóvenía skildu jöfn, 2-2, í sama riðli. Í E-riðli gerðu Rúmenía og Svartfjallaland 1-1 jafntefli. Eftir markalausar 85 mínútur kom Adrian Popa, leikmaður Steaua Búkarest, heimamönnum yfir, 1-0, og virtist vera að tryggja Rúmeníu sigurinn. En Stevan Jovetic, fyrrverandi leikmaður Manchester City, bjargaði stigi fyrir Svartfellinga með marki tveimur mínútum síðar, 1-1. Í sama riðli vann Danmörk sigur á Armeníu, 1-0, og Kasakstan og Pólland skildu jöfn, 2-2. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eriksen skoraði og brenndi af víti í sigri Dana | Myndband Sjáðu markið og vítaklúðrið hjá Christian Eriksen í sigri Dana gegn Armenum. 4. september 2016 17:45 Pólverjar misstu niður 2-0 forskot gegn Kasakstan á sjö mínútum Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í E-riðli undankeppni HM 2018 þar sem Kasakstan hirti stig af Póllandi. 4. september 2016 17:56 Norðmenn engin fyrirstaða fyrir heimsmeistarana Þjóðverjar byrja undankeppni HM 2018 af miklum krafti en þeir rúlluðu yfir Norðmenn, 0-3, á Ullevaal vellinum í Osló í kvöld. 4. september 2016 20:30 Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. 4. september 2016 18:00 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Skotland átti ekki í teljandi vandræðum með að pakka smáliði Möltu saman, 5-1, í fyrsta leik liðanna í F-riðli undankeppni HM 2018. Robert Snodgrass, leikmaður Hull í ensku úrvalsdeildinni, kom Skotlandi yfir á níundu mínútu en Maltverjar jöfnuðu reyndar metin fjórum mínútum síðar með marki Alfred Effiong, 1-1. Þannig var staðan í hálfleik en Chris Martin kom Skotum svo aftur í forystu, 2-1, á 53. mínútu og sjö mínútum síðar kom vendipunktur leiksins. Jonathan Caruana, varnarmaður Möltu, var rekinn af velli þegar hann gaf vítaspyrnu en úr henni skoraði Snodgrass annað mark sitt í leiknum, 3-1. Steven Fletcher kom Skotlandi í 4-1 á 78. mínútú áður en Snodgrass, sem skoraði sigurmark Hull gegn Leicester á dögunum, fullkomnaði þrennuna sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 5-1. Skotar eru á toppi riðilsins með þrjú stig líkt og England sem marði Slóvakíu fyrr í dag en hefur betri markatölu. Litháen og Slóvenía skildu jöfn, 2-2, í sama riðli. Í E-riðli gerðu Rúmenía og Svartfjallaland 1-1 jafntefli. Eftir markalausar 85 mínútur kom Adrian Popa, leikmaður Steaua Búkarest, heimamönnum yfir, 1-0, og virtist vera að tryggja Rúmeníu sigurinn. En Stevan Jovetic, fyrrverandi leikmaður Manchester City, bjargaði stigi fyrir Svartfellinga með marki tveimur mínútum síðar, 1-1. Í sama riðli vann Danmörk sigur á Armeníu, 1-0, og Kasakstan og Pólland skildu jöfn, 2-2.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Eriksen skoraði og brenndi af víti í sigri Dana | Myndband Sjáðu markið og vítaklúðrið hjá Christian Eriksen í sigri Dana gegn Armenum. 4. september 2016 17:45 Pólverjar misstu niður 2-0 forskot gegn Kasakstan á sjö mínútum Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í E-riðli undankeppni HM 2018 þar sem Kasakstan hirti stig af Póllandi. 4. september 2016 17:56 Norðmenn engin fyrirstaða fyrir heimsmeistarana Þjóðverjar byrja undankeppni HM 2018 af miklum krafti en þeir rúlluðu yfir Norðmenn, 0-3, á Ullevaal vellinum í Osló í kvöld. 4. september 2016 20:30 Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. 4. september 2016 18:00 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Sjá meira
Eriksen skoraði og brenndi af víti í sigri Dana | Myndband Sjáðu markið og vítaklúðrið hjá Christian Eriksen í sigri Dana gegn Armenum. 4. september 2016 17:45
Pólverjar misstu niður 2-0 forskot gegn Kasakstan á sjö mínútum Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í E-riðli undankeppni HM 2018 þar sem Kasakstan hirti stig af Póllandi. 4. september 2016 17:56
Norðmenn engin fyrirstaða fyrir heimsmeistarana Þjóðverjar byrja undankeppni HM 2018 af miklum krafti en þeir rúlluðu yfir Norðmenn, 0-3, á Ullevaal vellinum í Osló í kvöld. 4. september 2016 20:30
Lallana tryggði Englandi sigurinn í fyrsta leik Stóra Sams | Sjáðu markið og rauða spjaldið Adam Lallana tryggði Englandi 0-1 sigur á Slóvakíu í fyrsta leik liðsins undir stjórn Sams Allardyce. 4. september 2016 18:00