Körfubolti

Fullt hús stiga eftir góðan sigur á Kýpur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig.
Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig. vísir/ernir
Ísland er með fullt hús stiga í undankeppni EM 2017 eftir 11 stiga útisigur, 64-75, á Kýpur í dag.

Jón Arnór Stefánsson lék ekki með íslenska liðinu í dag vegna meiðsla en það kom ekki að sök.

Sterkur seinni hálfleikur skilaði Íslandi sigrinum á Kýpur í dag. Kýpverjar leiddu með einu stigi í hálfleik, 32-31, en í seinni hálfleik fór íslenska liðið, leitt áfram af Martin Hermannssyni og Hauki Helga Pálssyni, í gang og tryggði sér sigurinn.

Martin skoraði 21 stig, þar af 12 í seinni hálfleik. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Haukur var aðeins kominn með tvö stig í hálfleik en í þeim seinni fór hann mikinn og skoraði 17 stig. Þá átti Hlynur Bæringsson frábæran leik; skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Logi Gunnarsson skoraði 11 stig en hann var besti sóknarmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik.

Íslenska liðið vann 3. leikhlutann með 10 stigum og staðan var því 56-47 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar héldu strákarnir haus og lönduðu 11 stiga sigri.

Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í Antwerpen á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×