Þjóðverjar segja Fiat Chrysler með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 16:33 Fiat 500X. Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent
Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent