Þjóðverjar segja Fiat Chrysler með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 16:33 Fiat 500X. Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent
Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent