Vilja að skýrsla Vigdísar og Guðlaugs verði dregin til baka Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. september 2016 17:30 Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir þegar þau kynntu skýrsluna í liðinni viku. vísir/ernir Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag þegar skýrsla þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Einkavæðing bankanna hin síðari, var rædd undir liðnum fundarstjórn forseta. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis hóf þingfund á yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði meðal annars að plaggið væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Hann lítur svo á að málið sé enn til meðferðar í fjárlaganefnd. Þessi yfirlýsing þingforseta vakti hörð viðbrögð þingmanna stjórnarandstöðunnar en þannig sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar afgreiðslu forseta „ódýra.“ „Það hefur aldrei verið fjallað um þessa skýrslu í fjárlaganefnd. Við vinnslu hennar var andmælaréttur brotinn á þeim sem um var fjallað, sem er líka grafalvarlegt mál, ég tala nú ekki um þegar nafn þingsins er lagt þar við. Maður hlýtur að kalla eftir viðbrögðum hæstvirtur forseta varðandi þann þátt málsins. Það er ódýr afgreiðsla að segja að hér hafi ekki verið lögð fram skýrsla heldur bara plagg. Forseti hlýtur að hafa skoðun á því hvort þingmenn geta notað nafn þingsins með þessum hætti,“ sagði Ólína. Þá fór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna fram á það að skýrslan yrði dregin til baka og að þau Guðlaugur Þór og Vigdís myndu biðja þá aðila afsökunar sem hefðu verið bornir þungum sökum í skýrslunni. „Það liggur fyrir að vísvitandi er komið í veg fyrir að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér varðandi þær ásakanir, fólk hér úti í bæ sem er vant að virðingu sinni við störf og það getur farið svo að það verði höfðað mál. Ég bið forseta að beita sér fyrir því að þetta plagg verði dregið til baka og þessir tveir þingmenn biðji það fólk sem þarna er ásakað afsökunar opinberlega,“ sagði Bjarkey. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata tók undir þessi orð Bjarkeyjar. „Ég vil þakka forseta fyrir útskýringar hans á málinu. Það eru oft þannig þegar fólk tjáir sig hér að maður þarf að fara í einhverjar túlkanir og ég hefði viljað að þetta væri afdráttarlausara því að þeir sem eru hér bornir þungum sökum fengu ekki rétt til að andmæla og þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Því væri eðlilegast og réttast ef þeir háttvirtir þingmenn sem bera ábyrgð á þessu mundu einfaldlega lýsa því yfir að þetta plagg, þetta gagn, væri dautt og ómerkt,“ sagði Birgitta. Guðlaugur Þór kom í pontu og ítrekaði það sem hann áður sagt að það hafi aldrei staðið til að gagnrýna embættismenn eða sérfræðinga með gerð skýrslunnar. Þá áréttaði hann jafnframt að enginn einstaklingur í embættis-eða sérfræðingageiranum er nefndur á nafn. „Ég vek athygli á því að það erum við stjórnmálamenn sem berum ábyrgð. Það er alveg skýrt. Ég vona að menn fari ekki að breyta þeirri orðræðu því að þá erum við komin á mjög hálan ís. Mér þykir miður ef það sem þarna kemur fram, og það vita allir í hvaða vinnslu þetta er enda hefur það komið margoft fram í fjölmiðlum, fer fram hjá almenningi og þinginu. Því að þær upplýsingar sem þarna koma fram eiga erindi til almennings. Nú hafa allir sem hafa rætt um þessi mál sagt að þeir vilji að óháður aðili fari yfir þetta mál. Og talandi um virðingu þingsins skulum við sjá hvort það hljóti þá ekki að vera full samstaða um það að við setjum málið í þann farveg eins og hefur verið vilji meiri hluta fjárlaganefndar,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag þegar skýrsla þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Einkavæðing bankanna hin síðari, var rædd undir liðnum fundarstjórn forseta. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis hóf þingfund á yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði meðal annars að plaggið væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Hann lítur svo á að málið sé enn til meðferðar í fjárlaganefnd. Þessi yfirlýsing þingforseta vakti hörð viðbrögð þingmanna stjórnarandstöðunnar en þannig sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar afgreiðslu forseta „ódýra.“ „Það hefur aldrei verið fjallað um þessa skýrslu í fjárlaganefnd. Við vinnslu hennar var andmælaréttur brotinn á þeim sem um var fjallað, sem er líka grafalvarlegt mál, ég tala nú ekki um þegar nafn þingsins er lagt þar við. Maður hlýtur að kalla eftir viðbrögðum hæstvirtur forseta varðandi þann þátt málsins. Það er ódýr afgreiðsla að segja að hér hafi ekki verið lögð fram skýrsla heldur bara plagg. Forseti hlýtur að hafa skoðun á því hvort þingmenn geta notað nafn þingsins með þessum hætti,“ sagði Ólína. Þá fór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna fram á það að skýrslan yrði dregin til baka og að þau Guðlaugur Þór og Vigdís myndu biðja þá aðila afsökunar sem hefðu verið bornir þungum sökum í skýrslunni. „Það liggur fyrir að vísvitandi er komið í veg fyrir að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér varðandi þær ásakanir, fólk hér úti í bæ sem er vant að virðingu sinni við störf og það getur farið svo að það verði höfðað mál. Ég bið forseta að beita sér fyrir því að þetta plagg verði dregið til baka og þessir tveir þingmenn biðji það fólk sem þarna er ásakað afsökunar opinberlega,“ sagði Bjarkey. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata tók undir þessi orð Bjarkeyjar. „Ég vil þakka forseta fyrir útskýringar hans á málinu. Það eru oft þannig þegar fólk tjáir sig hér að maður þarf að fara í einhverjar túlkanir og ég hefði viljað að þetta væri afdráttarlausara því að þeir sem eru hér bornir þungum sökum fengu ekki rétt til að andmæla og þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Því væri eðlilegast og réttast ef þeir háttvirtir þingmenn sem bera ábyrgð á þessu mundu einfaldlega lýsa því yfir að þetta plagg, þetta gagn, væri dautt og ómerkt,“ sagði Birgitta. Guðlaugur Þór kom í pontu og ítrekaði það sem hann áður sagt að það hafi aldrei staðið til að gagnrýna embættismenn eða sérfræðinga með gerð skýrslunnar. Þá áréttaði hann jafnframt að enginn einstaklingur í embættis-eða sérfræðingageiranum er nefndur á nafn. „Ég vek athygli á því að það erum við stjórnmálamenn sem berum ábyrgð. Það er alveg skýrt. Ég vona að menn fari ekki að breyta þeirri orðræðu því að þá erum við komin á mjög hálan ís. Mér þykir miður ef það sem þarna kemur fram, og það vita allir í hvaða vinnslu þetta er enda hefur það komið margoft fram í fjölmiðlum, fer fram hjá almenningi og þinginu. Því að þær upplýsingar sem þarna koma fram eiga erindi til almennings. Nú hafa allir sem hafa rætt um þessi mál sagt að þeir vilji að óháður aðili fari yfir þetta mál. Og talandi um virðingu þingsins skulum við sjá hvort það hljóti þá ekki að vera full samstaða um það að við setjum málið í þann farveg eins og hefur verið vilji meiri hluta fjárlaganefndar,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40
Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08