Að byggja til framtíðar Aron Leví Beck skrifar 19. september 2016 09:36 Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar