Páll segir listann í Suðurkjördæmi vænlegan til árangurs Ásgeir Erlendsson skrifar 18. september 2016 19:15 Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll. X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll.
X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30