Páll segir listann í Suðurkjördæmi vænlegan til árangurs Ásgeir Erlendsson skrifar 18. september 2016 19:15 Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll. X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll.
X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30