Guðbjörg: Lofum að koma í rosalegu standi á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:25 Guðbjörg fagnar í leikslok. Vísir/anton Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05
Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08