Fótbolti

Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallbera átti frábæran leik í dag.
Hallbera átti frábæran leik í dag. vísir/anton
Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar.

„Þetta var smá léttir, en við erum búnar að vera með hausinn í Hollandi frá því í síðasta leik. Vissulega léttir þó að þetta sé orðið formlegt,” sagði bakvörðurinn í samtali við Vísi í leikslok.

„Það var smá skrýtið að liggja uppí rúmmi og skrolla niður netið og sjá að við værum bara komnar á EM,” en aðspurð um leikinn í dag sagðist Hallbera nokkuð ánægð með leik liðsins mest allan tímann:

„Þetta gekk vel í dag, sérstaklega fyrsta hálftímann, en síðasta korterið í fyrri hálfleik duttum við aðeins niður. Við komum svo grimmar út í síðari hálfleikinn og settum mark, þannig þetta var aldrei spurning.”

Ísland hefur enn ekki fengið mark á sig í undankeppninin, en var nærri því undir lok leiksins að fá á sig mark þegar Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður liðsins, missti boltann klaufalega aftast.

„Anna vill greinilega fá smá spennu í þetta. Djöfull var ég fegin að sjá hann fara framhjá því við ætlum að sjálfsögðu að halda núllinu áfram.”

Síðasti leikur riðilsins fer fram á þriðjudaginn þegar Skotar koma í heimsókn, en Hallbera telur að það verði ekki erfitt að gíra sig upp í þann leik.

„Nei, það verður ekki erfitt því við vissum að þetta EM sæti væri tryggt í dag. Við settum okkur önnur markmið; að vinna riðill og fá ekkert mark á okkur.”

„Þetta verður einhver afmælisleikur og vonandi verður þetta bara mjög skemmtilegt,” sem vonast til að fjölskyldan sé farin að bóka flug til Hollands næsta sumar.

„Ég veit ekki ég betur. Ég trúi ekki öðru,” sagði Hallbera við Vísi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×