Látið skoða sumarökutækin fyrir 1. október Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 16:08 Eigendur hafa hálfan mánuð til stefnu. Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum hefur það aukaverkefni með höndum að leggja á og innheimta vanrækslugjald á þau ökutæki í landinu sem ekki er mætt með til skoðunar innan tiltekins frests. Síðasti tölustafurinn í bílnúmeri venjulegra bíla segir til um í hvaða mánuði ber að mæta með bílinn til skoðunar og tveim mánuðum eftir að sá mánuður er á enda runninn, leggst 15.000 króna vanrækslugjald á bílinn. Sé gjaldið greitt innan mánaðar fæst 50% afsláttur. Annars ekki. Flestir bíleigendur gera sér vel grein fyrir þessu. Hins vegar gleymist það oftar að önnur regla gildir um fornbíla, mótorhjól, húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Hún er sú að síðasti tölustafurinn ræður ekki skoðunarmánuðinum heldur skulu þessi ökutæki koma til aðalskoðunar fyrir 1. ágúst hvers skoðunarárs. Sé það ekki gert leggst vanrækslugjaldið á í byrjun október. Sé ökutæki fært til skoðunar, eða skráningarmerki þess lögð inn, innan mánaðar frá álagningu fæst 50% afsláttur og greiðist þá einungis kr. 7.500. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum freistar þess nú að spara eigendum fornbílanna, mótorhjólanna, húsbílanna og vagnanna peninga og minnir þá á að nú er september hálfnaður og 15. þúsund kr. vanrækslugjald yfirvofandi í byrjun næsta mánaðar. Þessi áminningarfrétt birtist á heimasíðu FÍB. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum hefur það aukaverkefni með höndum að leggja á og innheimta vanrækslugjald á þau ökutæki í landinu sem ekki er mætt með til skoðunar innan tiltekins frests. Síðasti tölustafurinn í bílnúmeri venjulegra bíla segir til um í hvaða mánuði ber að mæta með bílinn til skoðunar og tveim mánuðum eftir að sá mánuður er á enda runninn, leggst 15.000 króna vanrækslugjald á bílinn. Sé gjaldið greitt innan mánaðar fæst 50% afsláttur. Annars ekki. Flestir bíleigendur gera sér vel grein fyrir þessu. Hins vegar gleymist það oftar að önnur regla gildir um fornbíla, mótorhjól, húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Hún er sú að síðasti tölustafurinn ræður ekki skoðunarmánuðinum heldur skulu þessi ökutæki koma til aðalskoðunar fyrir 1. ágúst hvers skoðunarárs. Sé það ekki gert leggst vanrækslugjaldið á í byrjun október. Sé ökutæki fært til skoðunar, eða skráningarmerki þess lögð inn, innan mánaðar frá álagningu fæst 50% afsláttur og greiðist þá einungis kr. 7.500. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum freistar þess nú að spara eigendum fornbílanna, mótorhjólanna, húsbílanna og vagnanna peninga og minnir þá á að nú er september hálfnaður og 15. þúsund kr. vanrækslugjald yfirvofandi í byrjun næsta mánaðar. Þessi áminningarfrétt birtist á heimasíðu FÍB.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent