Skólamál sett í forgang Skúli Helgason skrifar 17. september 2016 07:00 Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti.Hærri framlög til sérkennslu Framlög til sérkennslu í leikskólum og grunnskólum hækka um nærri 250 milljónir sem er afar mikilvægt því fagleg kennsla og stuðningur við börn með sérþarfir er eitt þýðingarmesta verkefni skólasamfélagsins og mikilvæg forsenda raunverulegs jafnréttis til náms. Samhliða auknum fjárveitingum munum við rýna vandlega hvernig sérkennsla og stuðningur nýtist viðkomandi börnum því eftirtektarvert er að hér á landi minnkar þörf fyrir sérkennslu ekki með hækkandi aldri ólíkt því sem tíðkast t.d. í Finnlandi þar sem mikil áhersla á snemmtæka íhlutun skilar sér í mun færri nemendum sem þurfa sérkennslu á mið- og unglingastigi grunnskólans.Efling faglegs starfs Fjármagn eykst til faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Það er sérstakt ánægjuefni að geta tryggt starfsfólki leikskóla undirbúningstíma en tæpum 25 milljónum króna verður varið til þessa í haust með von um hækkun á næsta ári. Framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækka úr 1.800 kr. á barn í 3.000 kr. strax í haust. Þá verður aukið fjármagn, 60 m. kr., veitt til faglegrar stjórnunar í grunnskólum á þessu hausti.Fleiri ung börn á leikskóla Vilji okkar stendur til þess að bjóða yngri börnum á leikskóla og nú mun u.þ.b. 200 börnum sem fædd eru í mars og apríl 2015 bjóðast leikskólapláss frá og með áramótum. Leikskólarnir fá 425 milljónir til að fjármagna þessa þjónustu en nákvæm dagsetning á inntöku einstakra barna verður háð rými og stöðu starfsmannamála á einstökum leikskólum. Við munum ráðast í sameiginlegt átak með Félagi leikskólakennara, Félagi foreldra leikskólabarna og háskólasamfélaginu um leiðir til að laða fleira fagfólk til starfa. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta kjör skólafólks undanfarin tvö ár og varið til þess á fjórða milljarð króna. Þessar aðgerðir eru annar liður í því að gera starf á leikskólum og grunnskólum eftirsóknarverðara.Betri skólamatur Fjárveitingar til leikskóla og grunnskóla vegna skólamáltíða hækka verulega eða um 156 m. kr. strax í haust og nærri 360 m. kr. á næsta ári. Fæðisgjald verður hækkað í leik- og grunnskólum um 100 kr á dag fyrir hvert barn frá 1. október. Þeir fjármunir munu fara óskiptir í hráefnisinnkaup til að bæta gæði máltíða. Að auki mun hluta af hagræðingu vegna hráefnisinnkaupa verða skilað til baka, alls 45. m. kr. Skólar í Reykjavík munu eftir breytinguna búa við sambærileg framlög til hráefniskaupa og þau sveitarfélög sem leggja mest í matarinnkaup fyrir skólana.Aukinn stuðningur við stjórnendur Borgin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og mun auka ráðgjöf og stuðning við stjórnendur varðandi fjármál og rekstur, meðferð halla og afgangs auk þess sem gerð verða ný líkön um deilingu fjármagns. Þessar fyrstu aðgerðir voru unnar í samráði við stjórnendur leikskóla og grunnskóla og verður áfram byggt á þeim uppbyggilega anda sem einkenndi það samstarf. Sameiginlegt markmið okkar allra verður að tryggja skóla – og frístundastarf í fremstu röð í höfuðborginni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun